Tag: Best of

  • Átján

    Pabbi: „Aldís frænka þín á afmæli í dag“

    Albert: „Hvað er hún gömul?“

    P: „Átján ára“

    A: „Vá! Hún má horfa á skviddgeim!“

  • Listi

    Veit einhver um búð þar sem gæti verið hægt að fá allt á þessum lista?

    Því annars fækkar á heimilinu um einn fimm ára ?


    Hér má sjá umræðu sem skapaðist á Twitter

    Í umræðunni kom m.a. fram:

    Þetta eru víst kvattúordesilljón peningar – í óskilgreindum gjaldmiðli – eða silljón killjón filljón peningar – (fer eftir því hvern þú spyrð).

    Skv. gúggli frænda er samanlagður peningur í veröldinni víst ekki nema 670 trilljónir ISK (e. quintillion (670 með 18 núllum)), sem er soldið minna en kvattúordesilljón (1 með 45 núllum) (Mér gengur brösuglega að finna vísindalegu skilgreininguna á silljón killjón filljón)

  • Garg

    Búið að lesa og slökkva ljósin fyrir háttinn

    Albert: „Fólkið sem á heima í hausnum á mér er að garga! Ég er ekkert sybbinn!“

    Sem betur fer var dimmt svo hann sá ekki á mér svipinn

    A: „Í hausnum á mér er ennþá dagur! Ég get ekki sofnað!“


  • N

    Albert, 5 ára: „Pabbi, ég kann ekki að segja enn!“

    Pabbi: „Ha? Jú, þú varst að segja enn!“

    A: „Nei! ég kann ekki að segja enn! Eins og í siggi nús!“

    Í 2 klst hefur hann ekki sagt eitt einasta m, þrátt fyrir gildrurnar sem við höfum lagt fyrir hann: nanna, nargrét, annæli, narnelaði, njólk, prunp, kórnákur, ab njólk

  • Albert: “Pabbi, átt þú smjattsmapp?“

  • Mótorhjól

    Í bíl með Albert

    Pabbi: *bendir* „Mótorhjól!“

    Albert: „Þú þarft ekki að segja það! Það sést alveg! Það heyrist alveg!“

    P: „Ööööö“

    A: „Ég er með augu og eyru!! Sérðu að ég er með augu og eyru!?“

  • Lagið mitt

    Albert: „Mig langar að setja lagið mitt á TikkTokk“

    Pabbi: „Já? Hvaða lag?“

    A: „…pabbi, það er fokk í laginu…“

    A: *raular* „Ég var með fokk…“

    P: hmmm?

    A: „Það er rosa mikið fokk í laginu. Það er 190 fokk. Ég má ekki syngja það. Ef ég syng það kemur löggan“

  • Tilfinningar

    Albert: Öskurgrenjar yfir grimmilegum örlögum lítils flamingóunga í sjónvarpinu.


    Líka Albert: Blikkar ekki meðan hann hleypur um allt í Among Us og afhausar þrjá í beit.


    Líka líka Albert: Getur ekki sofnað yfir áhyggjum af vesalings Bertu sem þarf að eyða nóttinni alein á neðri hæðinni

  • Draugasögur

    Allir segja draugasögur

    Albert: „Einu sinni var draugur!“ *athugar hvort einhver er orðinn hræddur*

    A: „Og draugurinn fór inn í hús! …og draugurinn fann fót!“

    Pabbi: „Fót?!!?“ ?

    A: ? „…pabbi ég vil ekki segja sögu. Núna þú segja sögu…“ ??

  • Horfa á hita!

    Pjakkur: „Pabbi, mig langar að fara á krakkarúv og horfa á hita!“

    Tók smástund að fatta að hann vildi horfa á veðurfréttir.

    Hér er hann að horfa á veðrið síðan í gær í þriðja sinn

    Btw, hann verður ógurlega leiður þegar hann sér að það er bara þrír hjá okkur, en fagnar voðalega þegar farið er inn í hlýrri framtíðina, og hreinlega dansaði þegar hann sá níu!


    Löööööngu síðar:

    Pabbi: „Eigum við kannski að horfa á eitthvað annað núna?“

    Albert: „Nei, mig langar að horfa aftur á hita!“

    Elín Björk Jónasdóttir á dyggan og krullaðan fjögurra og hálfs árs aðdáanda sem fær ekki nóg af veðurfréttatímanum síðan í gær


    Uppfært 7. maí 2021:

    Kom að Albert í gær að fletta í gegnum RÚV appið: „Hvar er þátturinn um stelpuna sem byrjar á E?“

    Fundum veðrið, en hann varð ekki sáttur fyrr en við fundum „stelpuna sem byrjar á E“ í ca. tveggja vikna gömlum þætti


    Twitter þráður, þar sem m.a. „stelpan sem byrjar á E“ sendir A kveðju
  • Í stríði við Karíus og Baktus

    Burstum tennur fyrir háttinn

    Albert: „Pabbi á ég að segja þér eitt?“

    Pabbi: „Já, segðu mér!“

    A: ?„Æ, hvað heitiridda aþtur?“

    P: ???

    A: ?„Æ, þarna sem er í stríði við Karíus og Baktus?“

    P: ???„Hérna, me-meinarðu … hvítu blóðkornin?“

    A: „Já! Einmitt!“ *bendir á Spiderman plásturinn þar sem hann var bólusettur* „Hvítu blómkornin eru að ráðast á Karíus og Baktus!“ *leikur ógurlegan bardaga eftir hvern Karíus og Baktus liggja örendir*

  • Fjögurra ára skoðun

    Albert, fjögurra og hálfs árs í fjögurra ára skoðun:

    Hjúkrunarfræðingur: „Sýndu á spjaldinu hvaða stafur er alveg eins og stafurinn sem ég bendi á!“

    A: „O! Tje! Há! Vaff!“

    Hjfr: ??„Þekkirðu alla stafina?!?“


    Hjfr: „Kanntu að telja upp í tíu?“

    A: *telur upp í tíu*

    Hjfr: *byrjar að skrifa*

    A: „…Ellefu! Tólf! Þrettán! Fjórtán! Fimmtán! Sextán! Sautján! Átján! Nítján! Tuttugu!“

    Hjfr: „Flott hjá þé…“

    A: „Tuttugu einn! …“

    ?

    A: „Fjörtíoníu! Fimmtíu!!“

    Hjfr: „Vel ge…“

    A: *dregur djúpt andann* „Fimmtío einn!“

    Hjfr: *kíkir á klukkuna*

    A: „Fimmtío tveir!“

    ?

    A: „Nítíoníu! Hundrað!“


    Hjfr: „Svo færðu líka bólusetningu“

    A: „En ég er ekki með neina bólu?!?“

    Hjfr: *sprautar*

    A: *bítur á jaxlinn* „Þetta var nú svoldið mikið vont“