Tag: Albert

  • Á klósettinu

    Albert á klósettinu Pabbi: „Ertu að pissa eða kúka?“Albert: *beygir sig niður og tékkar* „Sé ekki!“

  • Krullíus Maxímús

    Albert: „Sjáðu pabbi!“ *sýnir tóma bastkörfu* Pabbi: A: „Lokaðu augunum!“ P: *lokar augunum* A: *bardúsar eitthvað í tæpa mínútu* A: *móður* „Opnaðu augun!“ Karfan: *er skyndilega FULL af tuskudýrum!* P: „Vá! Þú ert orðinn svo flínkur að galdra!“ En þessi geðþekki ungi töframaður, Krullíus Maxímús, á fleiri brögð uppi í erminni. Hann hefur lag á…

  • Hvað er málið?

    Albert, í sturtu á leiðinni út í heitan pott, horfir niður á bringuna á sér. Albert: „Hvað er málið? Strákar vilja alltaf sýna brjóstin sín, en stelpur vilja ekki sýna brjóstin.“ Pabbi: … A: „Hvað er málið?“

  • Líka lítill

    Albert: „Pabbi, ég veit að little þýðir lítill, en hvað þýðir small?“ Pabbi: „Það þýðir líka lítill. Stundum geta tvö orð þýtt sama hlutinn“ A: ? „Svona eins og já og jebbsí pepsí?“

  • Borgar sig

    Albert kominn upp í rúm og reynir að sofna. Ró í 8 mín, svo: „Pabbi manstu þegar þú komst að sækja mig á leikskólann og ég var bara í peysu og nennti ekki að renna upp og þú sagðir „Það borgar sig að fara í úlpu“ og ég sagði „Borgar?! Borgar peninga?!?““

  • Frúin í Hambort

    Einn uppáhalds leikur Alberts þessa dagana er hans eigin útgáfa af Frúnni í Hamborg A: „Það má ekki segja ísskápur! Eða hurð. Og það má ekki heldur segja hákarl … það má segja já, en ekki nei!“

  • Albert teiknar

    Albert kom heim með myndir úr leikskólanum í dag. Hér eru þær bestu

  • Telja

    Albert, rétt rúmlega hálfnaður að „telja“ 5m málband. Upphátt. Síðar, löngu síðar: „…fjögurhundruð fimmtíu og fjórir, fjögurhundruð fimmtíu og fimm, fjögurhundruð fimmtíu og sex… Hey! Eins og í Squid Game Netflix!“

  • Vegan

    Ég var á efri hæðinni eitthvað að bardúsa í gær. Ég heyrði Albert kalla eitthvað niðri, en var upptekinn. Nokkrar mínútur… Albert: „…ef þú hlýðir mér ekki og hjálpar mér ekki að ná í brúna bílinn þá tek ég allan matinn frá þér og þú verður vegan!“ A: „Hvað er vegan á ensku?“ P: „Vegan…

  • Farðu varlega

    Úti með börnunum. Fer af pallinum út á grasið Albert: „Farðu varlega! Passaðu þig að detta ekki ofan í trap-ið sem ég var að gera!“

  • Krít

    Neisko, sé að krakkarnir hafa farið með krítar út á pallinn. Hvað ætli þau…

  • Segðu mér að þú eigir barn á leikskóla án þess að segja mér að þú eigir barn á leikskóla