Tag: Albert
-
„Ekki minnkuhatturinn afi!“
-
Hvolpasveit dagsins greinilega undir sterkum áhrifum frá Attack of the Killer Tomatoes
-
Pabbi: „Nei sko, sérðu tunglið! Er það ekki eins og einhver bókstafur?“ Albert, 5 ára : „Nei!“ Pabbi: „Nú? Er það ekki eins og D?“ Albert : „Nei! Það er ekkert gat!“
-
Albert (16 mán) við morgunverðarborðið. Höfuðið breytist í munn og það kemur eitt frekjulegt gaaaargh!
-
Þingvellir
-
Að hengja upp þvott: 3-6 mín. Að hengja upp þvott með dyggri aðstoð eins árs hjálparhellu: 30-60 mín.
-
Ég við dætur mínar: (5 & 7 ára) „Úff! Ég held þið tvær séuð frekustu börn í heimi!“ Sonur (1,34 ára): „Heyrðu gamli, haltu aðeins á bjórnum mínum“
-
Fyndið hvernig nýtilegt borðpláss í eldhúsinu minnkar um 25% við það að ungabarn nær þangað upp
-
Eldað með eins árs
i #&@*%@&$#! Hvar er kökukeflið? ii Af hverju er slökkt á ofninum?
-
Titill: „Elsku mamma, ekki fara og skilja mig eftir hjá pabba!“ Efni: Snjór Listamaður: Albert Sigurðsson, 1,34 ára
-
YFIRLÝSING
Ég tel rétt að það komi skýrt fram á þessum vettvangi að ég var rétt í þessu að senda lögfræðingi mínum erindi varðandi erfðaskrá mína. Í sem allra skemmstu máli, Albert er semsagt aftur kominn inn í erfðaskrána, en leiðindamálið sem varð þessa valdandi hefur eftir marga erfiða mánuði fengið farsælan endi. Það kemur engum…
-
Þegar pjakkur er ekki alveg farinn að ráða við að borða sjálfur en er of stoltur til að láta mata sig og 75% enda á bumbunni