Telma: „Pabbi, af hverju keyptirðu tannkrem sem er á bragðið eins og laukur?“
Pabbi: „Ööööö … ég hérna … mamma þín keypti það!“
Telma: „Pabbi, af hverju keyptirðu tannkrem sem er á bragðið eins og laukur?“
Pabbi: „Ööööö … ég hérna … mamma þín keypti það!“
„Eftir hundrað mínútur … nei, eftir hundrað daga verðum við … nei, eftir hundrað daga verður þú dáinn“
Þú veist að aðlögunin hjá barninu þínu gengur vel þegar öll börnin á leikskólanum nema eitt bíða í röð til að fá að leika við þig
Það er aksjúallí barn á leikskóla Alberts sem heitir Húbba!!
Þegar þú mætir með guttann í aðlögun á leikskóla og nýlegur starfsmaður, bekkjarsystir úr grunnskóla mælir guttann út, segir „Þú byrjaðir seint“ og fer að tala um ömmubörnin sín
Dökkklæddur maður með úfið hár situr þögull og hreyfingarlaus í rökkrinu með eyrun sperrt og bíður þess að 18 mánaða sonur sinn sofni.
5 mínútur. Ekkert hljóð.
Skyndilega heyrist mikill skarkali; eldri systur drengsins eru með háreysti frammi.
Út úr myrkrinu heyrist óánægjustuna og lágvært „usssssss!“
Þegar þú kemur að syninum (18mán) maulandi eitthvað sem hann virðist hafa fundið á eldhúsgólfinu og reynir að rifja upp hvenær þú ryksugaðir síðast og reynir svo að muna hvaða ár er núna
Þegar þarf að sækja börnin snemma í skóla og leikskóla vegna veðurs er gott að horfa á smá Emil
Fegurstu orð íslenskrar tungu eru „Boð um leikskóladvöl“
Þegar bleyjulaus ungur maður er farinn að spora út alla stofuna upphefst bráðskemmtileg fjársjóðsleit sem við höfum kosið að kalla Hvar er pollurinn?
Þrátt fyrir allt sem Albert fékk, er Barbí dót systra hans meira spennandi. Hann er búinn að:
Þjófstörtuðum um fimmleytið því Albert er svo lítill, og lokatölur eru komnar í hús:
Ég fékk 2 pakka, en við þurfum að flytja í stærra húsnæði til að hafa pláss fyrir gjafirnar til barnanna