Tag: Albert
-
Allir geispa
Albert biður mig gjarnan um að lesa þessa bók fyrir háttinn Svo horfir hann næstum ekkert á bókina, starir bara á mig og bíður eftir að ég fari að geispa óstjórnlega, sem ég geri sirkabát á bls. 6
-
Albert á Twitter
Þegar tveggja ára sonur þinn laumast í símann til að rabba við Berg Ebba og Bubba
-
Úti
„Sjáðu, þetta er það sem þau kalla „úti““
-
Grimmd heimsins
Ungur maður uppgötvar að grimmd heimsins á sér engin takmörk. Öskurgrátandi því enginn vill fara með honum út að hjóla kl. 7.38 á laugardagsmorgni.
-
Pabbi!
„Pabbi!“ -naðra sem ég hef í 21 mánuð alið við brjóst mér og kallað son
-
Koja
Það fylgir því mjög sérstök blanda af stolti, örvæntingu og uppgjöf að komast að því að 21 mánaða barn þitt er orðið nokkuð lunkið að klifra upp í efri kojuna
-
Þegar þú kemur að 20 mánaða syni þínum áleitnum í efri kojunni
-
Stubbur
Að fylgjast með barni, tæpra tveggja vetra, reyna að fiska upp lítinn stubb af spaghettíi með bústnum fingrum er góð skemmtun
-
Tannbursti
Gleymdi símanum þegar ég fór á prívatið fyrir háttinn, svo ég þurfti að hugsa meðan ég burstaði tennurnar. Bíddu, hvað var það aftur sem Ance sagði áður en hún fór að sofa? Eitthvað um tannbursta? Já, nú man ég! *spýta!* Albert var að leika sér með tannbursta! Leika sér með tannbursta, minn bursta … í…
-
Telma: „Pabbi, af hverju keyptirðu tannkrem sem er á bragðið eins og laukur?“ Pabbi: „Ööööö … ég hérna … mamma þín keypti það!“
-
Hundrað
„Eftir hundrað mínútur … nei, eftir hundrað daga verðum við … nei, eftir hundrað daga verður þú dáinn“
-
Aðlögun
Þú veist að aðlögunin hjá barninu þínu gengur vel þegar öll börnin á leikskólanum nema eitt bíða í röð til að fá að leika við þig