Í þrettán daga þurfti að benda Albert (2ja og hálfs) á að kíkja í skóinn sinn á hverjum morgni
Að morgni jóladags er það fyrsta sem hann segir „Kíkja skó“
Tag: Albert
-
-
Þrjú börn: „Pabbi, megum við fá heitt kakó?!“
Pabbi: „Jájá. Ég var að kaupa nýja dós. Bara ekki setja allt of mikið“
3b: „Vei! Við getum sko alveg sjálf!“
Pabbi: *lítur undan í 3 mínútur*
Swiss miss dolla eftir að búið er að taka í þrjá netta bolla -
Í sjónvarpinu: „Gerum þetta saman! Byko“
Albert: *fliss* „Píkó!“ 😀 😀
-
Piparkökuhús og jólaföndur
Sandra og Albert rúlla deigið Albert aðstoðar eftir fremsta megni Telma sker út piparkökur Það þurfa líka að vera stjörnur Albert og Telma skreyta þakið Sandra skreytir, Albert leiðbeinir Hvar er piparkökukallinn?!?! Telma og Sandra skreyta Telma býr til krans á föndurkvöldi í Klébergsskóla Sandra og Telma á föndurkvöldi í Klébergsskóla Piparkökuhúsið tilbúið Jólakransinn tilbúinn -
Gleymdi að það væri dótadagur á leikskólanum hjá pjakknum í dag
Nú veit ég hvernig kúk líður
-
Áhyggjur
Þarf ég að hafa áhyggjur af drengnum?
-
Í hartnær tvo mánuði tókst mér ekki að fá gólfhitann til að flytja neinn hita í svefnherbergin tvö á efri hæðinni. Það varð oft soldið kalt, en slapp samt til, og verandi frestari par exelans hummaði ég það fram af mér — þangað til Albert varð veikur í kuldakastinu um daginn — þá réðist ég með blóti og formælingum á „flækjuna“ og djöflaðist í henni þangað til loksins eitthvað gerðist
Nema hvað, Albert batnaði og kuldakastið breyttist í hlýindakast
Í gærkvöldi sat ég á stuttermabol við opinn gluggann, las fyrir Albert fyrir svefninn og það bogaði af mér svitinn
-
Albert er bara tveggja ára, en veit þó nákvæmlega hvað hann vill. Hann lítur t.d. ekki við* hafrakexi nema það sé ostur báðum megin. Og svo verður líka að vera smjörklípa beggja vegna, svo osturinn tolli á
* lítur ekki við = „öskrar þar til hann fær vilja sínum framgengt“
-
Þar sem ég var búinn að kjaga rétt hálfa leið upp á Esjuna með Albert á bakinu gekk ég fram á Mads Mikkelsen sem nikkaði kumpánlega til guttans.
Ég ætlaði að biðja um selfí en Albert, tveggja ára, krafsaði í hnakkann á mér: „Ekki kúl, gaur. Ekki kúl“
-
Esjan með börnunum
Við misstum af því að fara með Ferðafélagi barnanna á Esjuna, svo við fórum bara seinna sjálf
Börnin stóðu sig eins og hetjur
Telma og pabbi í stuði í upphafi ferðar Stígur og ský Albert hvílir lúin bein Nestispása og hópselfí!! Pabbi og Albert Horft til baka Strá Allir á Esjuna Allir komust upp að Steini!! -
Sonur minn, 25 mánaða, er töluvert sneggri en ég að opna jútjúb á símanum mínum