Tag: Albert

  • Hef tveggja og hálfs árs son minn sterklega grunaðan um að laumast í myndbönd af Gunna Nelson þegar ég sé ekki til

  • Fjör í verkfalli

    Pt. i

    Albert: *opnar frystinn* „Má ég fá ís?“

    Pabbi: „Nei“

    A: *mikil vonbrigði. mikið hugsað*

    A: „Pabbi … ekki horfa!!“

    Pt. ii

    Albert: *horfir heillengi á Hvolpasveit*

    Pabbi: *læðist til og kveikir á vinnutölvu, vinnur aðeins*

    A: *kemur* „Akkuru er ljós hér? Hvað er þessi takki?“ *ýtir*

    Vinnutölva: *slekkur á sér*

    P: *vaskar upp*

    A: *leikur sér heillengi aleinn*

    Pt. iii

    Í kjörbúð

    Albert: *raðar vörum á færibandið*

    A: *horfir löngunaraugum út í loftið, dæsir*

    A: „Mig langar mjög svo mikið í papriku!“

    Pt. iv

    Albert:„Ég er svona gamall!“ *heldur uppi hönd í þykkri lúffu*

    Pabbi: ?

    A: „Ég er bráðum svona gamall!“ *heldur uppi hönd í þykkri lúffu*

    Pt. v

    Albert: *klæðir sig úr sokkum. Skoðar tærnar mjög vandlega*

    A: *bendir á miðtána* „Er þetta fokkjú tá?“

    [nokkrar mínútur]

    A: *kjagar um*: „Ég elska ekki að segja fokkjú“

    Pabbi: „Jæja góði“

    A: „Ég elska ekki að segja fokkjú“

    Pt. vi

    Albert á stigapalli: „Akkuru hér stigi upp og hér stigi niður?“

  • Art lover

    Listunnandi dáist að listaverki stóru systur

    Art lover admiring big sister Sandra’s work of art

  • Leika með tannbursta

    Telma: „Pabbi …“ *togar í ermi*

    Pabbi beygir sig niður og ber eyrað að munni Telmu.

    Telma *hvíslar*: „Ég þarf að segja þér leyndarmál. Albert var að leika sér með tannbursta og henti Söndru bursta í klósettið. En þetta er allt í lagi, ég er búinn að skola hann og setja á sinn stað“

  • Albert galdrar að ljósin á bílnum blikka reglulega: „Fokkus pokkus“

  • Rúlla

    Albert hefur uppgötvað gleðina sem fylgir því að rúlla klósettpappír eftir gólfinu

  • Barnauppeldi

    Fyrsta barn

    Skv. grein sem ég las er best að gera svona og vera ákveðinn. Nei þýðir nei!

    Þriðja (og síðasta) barn

    Ooooo, hvernig get ég sagt nei við svona mikla dúllu og rúsínurassgat!?!

    Líka þ.(o.s).b.

    Hmmmmm, hvernig stendur á því að hann er svona mikil frekja?!?

  • Dótakassar

    Börn elska að hvolfa úr dótakössum á gólfið, svo það eru tómir dótakassar um alla íbúð svo það sé fljótlegra að taka til þegar börnin hvolfa úr dótakössum á gólfið

  • Öskrin þagna

    Þegar öskrin og lætin á efri hæðinni þagna allt í einu en þú þorir ekki upp að tékka hvort stelpurnar hafi leyft litla bróður að vera með í leiknum eða drepið hann

  • Úti að ganga með hundinn

    Úti með hundinn
  • Pabbi: „Albert – segðu Sandra!“

    A: „Nada!“

    P: „sssss – Sandra!“

    A: „sssss – Sada!“

    P: „Flott! Segðu t – t – t“

    A: „t – t – t“

    P: „Já! … segðu Telma!“

    A: „Peima!“

    P: „Hmmm … segðu t – t – t – Telma!“

    A: „t – t – t – Peima!“


    Skömmu síðar, þar sem ég drekki sorgum mínum í vatnsglasi heyri ég í honum:
    „t – t – t – Abett!“