Tag: Albert

  • Leika með tannbursta

    Telma: „Pabbi …“ *togar í ermi* Pabbi beygir sig niður og ber eyrað að munni Telmu. Telma *hvíslar*: „Ég þarf að segja þér leyndarmál. Albert var að leika sér með tannbursta og henti Söndru bursta í klósettið. En þetta er allt í lagi, ég er búinn að skola hann og setja á sinn stað“

  • Albert galdrar að ljósin á bílnum blikka reglulega: „Fokkus pokkus“

  • Rúlla

    Albert hefur uppgötvað gleðina sem fylgir því að rúlla klósettpappír eftir gólfinu

  • Barnauppeldi

    Fyrsta barn Skv. grein sem ég las er best að gera svona og vera ákveðinn. Nei þýðir nei! Þriðja (og síðasta) barn Ooooo, hvernig get ég sagt nei við svona mikla dúllu og rúsínurassgat!?! Líka þ.(o.s).b. Hmmmmm, hvernig stendur á því að hann er svona mikil frekja?!?

  • Dótakassar

    Börn elska að hvolfa úr dótakössum á gólfið, svo það eru tómir dótakassar um alla íbúð svo það sé fljótlegra að taka til þegar börnin hvolfa úr dótakössum á gólfið

  • Öskrin þagna

    Þegar öskrin og lætin á efri hæðinni þagna allt í einu en þú þorir ekki upp að tékka hvort stelpurnar hafi leyft litla bróður að vera með í leiknum eða drepið hann

  • Barnajól

  • Úti að ganga með hundinn

  • Pabbi: „Albert – segðu Sandra!“ A: „Nada!“ P: „sssss – Sandra!“ A: „sssss – Sada!“ P: „Flott! Segðu t – t – t“ A: „t – t – t“ P: „Já! … segðu Telma!“ A: „Peima!“ P: „Hmmm … segðu t – t – t – Telma!“ A: „t – t – t – Peima!“…

  • Í þrettán daga þurfti að benda Albert (2ja og hálfs) á að kíkja í skóinn sinn á hverjum morgni Að morgni jóladags er það fyrsta sem hann segir „Kíkja skó“

  • Þrjú börn: „Pabbi, megum við fá heitt kakó?!“ Pabbi: „Jájá. Ég var að kaupa nýja dós. Bara ekki setja allt of mikið“ 3b: „Vei! Við getum sko alveg sjálf!“ Pabbi: *lítur undan í 3 mínútur*

  • Í sjónvarpinu: „Gerum þetta saman! Byko“ Albert: *fliss* „Píkó!“ 😀 😀