Tag: Albert
-
Ekki hringja
Fyrir hreina tilviljun þurftum við Ance bæði að mæta á áríðandi viðburði á sama tíma á laugardegi. Þetta þýddi að við þurftum að skilja Telmu og Albert eftir í tvo tíma. Ekki í fyrsta skipti sosum. T og A fengu skýr fyrirmæli um að hringja ekki nema í neyð. Svo skiljanlega brá Ance þegar síminn…
-
Albert
Albert í flottum stöfum Ormur 1: „Margir ormar“ Ormur 2: „Ég veit“
-
Verðlaun
Albert var í átaki þar sem hann æfði sig að hátta sjálfur, bursta og pissa. Fyrir hvert skipti sem gekk vel fékk hann límmiða og þegar hann var kominn með 10 límmiða mátti hann velja verðlaun. Verðlaunin:
-
Sjálfsmynd
-
Vatn
Morgun Albert: *finnur vatnsglas í eldhúsinu, ber að munninum* Pabbi: „Nei, ekki drekka, þetta er gamalt vatn!“ A: *hneykslaður* „Síðan hvenær er vatn gamalt?!?“
-
Oj
Í sjónvarpinu kemur auglýsing Albert: „RÆKJUsmurostur? Oj!“ Pabbi: „Nákvæmlega!“
-
Langt síðan
Pabbi: „Var gaman í skólanum í dag útaf snjónum?“ Albert: „Nauts! Það er sko komið sumar!“ *hneykslaður* „Það var snjór í janúar, svo kom *telur með fingrunum og muldrar* og svo kemur snjór þegar er komið sumar!“ P: „Já það er soldið langt síðan snjóaði“ A: „Nei! Það er EKKI langt síðan snjóaði!“ *glottir svakalega*
-
Jákvæðar niðurstöður
Samkvæmt vísindalegri könnun eru það bara Telma og Bubbi (ósýnilegi vinurinn) sem nenna ekki í leik
-
Albert
Teiknar sjálfan sig
-
Þú mátt alveg segja nei
Albert: „Pabbi, stundum segi ég: þú mátt alveg segja nei, en viltu koma í Roblox og þú gerir svona *stynur ógurlega* og segir samt já“ Pabbi: „Sko, stundum langar mig ekki mikið til að spila Roblox, en mig langar til að vera með þér“
-
Afleggjarar
Þegar Albert fær að nefna afleggjarana
-
Bangsar
Albert var að leika sér með bangsana sína. Miðað við hamaganginn og lætin sem bárust úr stofunni var eitthvað voðalegt stríð í gangi. Bangsi/ Albert: „You are seriously emotional damage!“