Tag: Albert
-
Latibær
Ég er ekki að segja að ég sé búinn að fá ógeð á Hvolpasveit, en ég var að kveikja á Latabæ fyrir Albert
-
Albert: „Pabbi ég er búinn!“ *bendir á dollu undan abt mjólk* Pabbi: „Frábært! Viltu setja dolluna í vaskinn?“ A: „Nei!“ P: A: „Fæturnir mínir virka ekki“ P: A: *labbar í burtu*
-
Prenta staf?
Albert: „Pabbi má ég skrifa staf?“ Pabbi: „Jájá!“ P: *kveikir á tölvunni* A: „Pabbi má ég prenta staf?“ P: „Jájá!“ P: *kveikir á prentara* P: *fær sér kaffi* … P: „hmmm, er prentarinn enn að prenta..?“ Eftir 216 auðar síður kemur svo pönsið:
-
Nývaknaður Albert á erfiðan dag: „Augað mitt er að gráta!“
-
Sveit
Albert, tveimur dögum eftir að koma heim úr sveitinni: „Af hverju er Hvolpasveit líka sveit?“ „Af hverju eru tvær sveit?“
-
Lag
Albert: „Pabbi viltu heyra mitt lag?“ Pabbi: „Já takk!“ A: *dillar bossa* „Púnga púnga!“
-
Er þetta vont?
Albert: *lemur pabba* Pabbi: … A: *lemur* „Er þetta vont?“ P: „Nei“ A: *lemur* „Er þetta gott?“ P: „Nei“ A: *lemur* „Er þetta mátulegt?“
-
Hver á eff?
Albert: „Albert skrifa staf!“ *kveikir á tölvu* Pabbi: „Ókey!“ Við hjálpumst svo að við að skrifa nöfn vina hans P: „Næst kemur A. Hver á A?“ A: „Ég! Ég á A!“ *finnur A á lyklaborðinu og potar* P: „Svo kemur eff. En hver á eff? Fáni!“ A: „Líka efforð puttinn! Efforð puttinn á eff!“
-
Tjald
Hvað er til ráða ef þú óttast að skilja tjaldið eftir aleitt úti þegar allir fara inn? Nú, búa til skilti sem bannar skrýmslum að taka tjaldið! /What to do when you’re afraid to leave the tent outside when everyone’s going inside? Well, you make a sign forbidding the monsters to take it
-
Af hverju er bara eitt?
Albert: „Pabbi, af hverju er bara eitt?“ Pabbi: „Af því að þú varst að brjóta hitt ljósið, bófinn þinn!“ A: *hallar undir flatt, sýnir hnefa og svo lyftist ákveðinn fingur mjööööööög rólega upp* P: „Jæja góði“ A: „Ég er að sýna fokkjú puttann!“ P: „Já er það?“
-
Borða
Albert: *gubbar* …2 mínútur… A: „Má ég plís borða pabbi?“ P: „Nei, ef þú borðar þá ælirðu strax aftur“ …4 mínútur… A: „Pabbi ég elska að æla“ P: „Nú?“ A: „Já ég elska æla að því ég elska borða. Má ég fá borða?“ …skömmu síðar: Albert: „Ég er ekki veikur“ Pabbi: „Eee kannski of fljótt…
-
Frostungur
Öll fjölskyldan úti á palli með ís- og frostpinna. Albert: „Oj! Frostungur!“ Pabbi: *hmmm!?* P: *finnur á endanum geitung*