Tag: Albert
-
Af og til þarf að minna Albert á að horfa ekki á ljót vídeó, t.d. þar sem er verið að keyra yfir hluti Albert: *sýnir* „Pabbi, er þetta ljótt?“ Pabbi: „Nei, ég held ekki“ A: „En ef maður ýta á sturta þá er ekki lengur til kötturinn!“
-
Iðnaðarmaður, sitjandi klofvega á mæni hússins, kallar niður: „Sigurður, er bíllinn minn nokkuð fyrir þér?“ Pabbi: „Neinei!“ Albert: „Af hverju sagði hann Sigurður?“ P: „Af því ég heiti Sigurður“ A: „HEITIRÐU EKKI PABBI?“
-
Enskumælandi börn í heimsókn Pabbi: „Stelpan er fjögurra ára eins og þú, en hún talar ensku eins og Peppa pig. Viltu prófa að tala við hana?“ Albert: *roðnar og hristir höfuðið* … tvær mínútur… A: *réttir Bersa* „This is Marshall!“
-
Albert situr inni í stofu að leika sér, aleinn: „Æma bits! Æma boss! Æma bits æma boss æma bits æma boss!“
-
Fréttir: „… með áherslu á að kennsla raskist sem minnst“ Albert: „Rass kysst!“ *flissar í 10 mínútur*
-
Á leikvelli með fjögurra ára pjakk. Taktföst tónlist í fjarska. Albert: „Eridda begæ?“ Pabbi: „Begæ? Ég veit ekki hvað það er?“ P: P: „Me… meinarðu Bad guy?“
-
Litli gluggaþvottamaðurinn
-
Þegar sófinn er upptekinn og pabbi þarf að sitja á gólfinu
-
Pabbi: „Ég er í sjokki!“ Albert: „Ég er í sokki!“ P: „Nei, þú ert einmitt ekki í sokki! Þú ert ekki búinn að fara í einn einasta sokk í allan dag!“
-
Hval
Pabbi: „…gott er!“ Albert: „Ég segi líka gott er“ P: A: „Ég segi hval. Ekki þú?“ P: „Neibbsí pepsí“ A: „Segðu hval!“ P: „Hval“ A: „Jú! Þú segir líka hval!“
-
Albett: *klárar morgunmat* „Ég ætla að vaska upp!“ Pabbi: „Frábært!“ Líka pabbi: *hleypur og bjargar uppvaski gærkvöldsins frá því að vera „vaskað upp“ aftur*
-
Pabbi: „…ég fer niður og set grautinn þinn á disk“ Albert: „Disk? Pabbi, það á að segja skál!“