Tag: Albert
-
Þurfti að sækja Albert snemma á leikskólann því hann er kominn með hita. A, á leið út í bílinn: „Veikurið lét mig sofna eins og litlabarn!“
-
Rúgbrauð með papriku og krakkavítamíni
Þegar Albert biður um rúgbrauð með papriku og krakkavítamíni fær Albert rúgbrauð með papriku og krakkavítamíni Og þegar Albert biður um meira rúgbrauð með papriku og krakkavítamíni fær Albert meira rúgbrauð með papriku og krakkavítamíni
-
Pabbi: „Var gaman í leikskólanum?“ Albert: *muml* P: „Varstu að róla?“ A: *muml* P: „Varstu í bíló?“ A: „Nauts!“ *hneykslaður* „Pabbi, það er fjólublár dagur! Bíló er bara þegar er appelsínugulur dagur!“
-
Albert (fjögurra ára): *raular* „Við vorum syngja lag í leikskólanum“ Pabbi: „Hvaða lag?“ A: „Æ, maniggi“ *fer og finnur símann hans pabba* P: „Á ég að hjálpa?“ A: „Skrifaðu jól!“ *bendir á leitargluggann í Spotify* P: „Ö … ok!“ *skrifar jól. opnar fyrsta jólalagalistann* A: *skrollar niður þrjár-fjórar skjálengdir og ýtir á lag* A: P:…
-
Að horfa á fjögurra ára dreng reyna að útskýra Among Us fyrir móður sinni er mjög góð skemmtun
-
Albert: „Pabbi, þú púsla þetta!“ Pabbi: *byrjar að púsla* A: *hverfur* P: *ætlar að hætta og fara í símann* P: „Gngh! Æ, ég verð enga stund að klára…“ söksess!!
-
Alveg eins
Albert: *horfir á Peppa Pig á jútjúb* A: *ýtir á pásu* „Þetta er alveg eins oooooooooo…“ *hleypur upp tröppurnar* … nokkrar mínútur … A: *kemur aftur niður tröppurnar, móður og másandi* „…alveg eins og þetta!“ *sýnir*
-
Þegar þú ert upptekinn við að siða hundinn til og nærð ekki að grípa inn í þegar Albert krýpur niður til að sleikja drullupoll
-
Pabbi: „…og hvað var Salka vinkona þín í dag?“ Albert: „Hún var greinabind!“
-
Albert, þriggja ára, nýkominn af hrekkjavökuballi á leikskólanum: „Duru duru duru duru duru duru duru duru dumm! Duru duru duru duru duru duru duru duru dumm! Duru duru duru duru duru duru… Það bera si allir veeeel, þótt úti séu stormur og éééé, allt í góðu inni hjá méééé!“
-
„Þetta er Albert og ég er leiður af því að allir krakkarnir á leikskólanum voru inni að dansa konga og ég var aleinn úti.“
-
Albert: „Ég var að læra nýtt lag á leikskólanum!“ Pabbi: „Vá!“ A: „Komdu niður, komdu niður, komdu niður, komdu niður, komdu niður, komdu niður … komdu niður … … amma!“