Tag: Albert
-
Ó, tyggjókall!
Besta atriðið úr vel lukkuðu Krakkaskaupi 2020
-
Flottasta bolinn
Fullorðnir eru voða uppteknir í eldhúsinu og stóra stundin að renna upp Pabbi: *kíkir fram og sér að sonurinn er í buxum, sokkum og skítugum bol* „Albert, geturðu farið sjálfur upp og fundið flottasta bolinn og klætt þig í hann?“ Albert, uppi: „Þetta eru sko flottustu nærbuxurnar mínar!“ Pa: Hmm? Albert kemur svo niður, í…
-
Albert, standandi yfir stórri hrúgu af legókubbum: „Það var ekki ég sem skemmdi turninn, það var fóturinn minn!!“
-
Ég sé að Albert var í tölvunni í dag að skrifa. Hvað ætli hann hafi… *setur upp gleraugun*
-
Albert: „Hvert erum við að fara?“ Pabbi: „Í kirkjugarðinn, manstu þar sem amma er ofan í jörðinni“ A: „Ó já, þar sem amma hans afa var að grafa holu og fór ofaní holuna *leikur að leggjast ofan í holu* og dáaði og setti svo lokið yfir!“
-
Á leiðinni heim úr leikskólanum Albert: „Það var bíó í dag!“ Pabbi: „Frábært! Hvað voruð þið að horfa á?“ A: „Það var grænn jólasveinn!“
-
Lítið jólatré
Albert kom með mér að kaupa jólatré. Á leið aftur að bílnum fann hann litla grein og hrópaði: „Lítið jólatré!“ /Took Albert to buy a Christmas tree. On the way back to the car, he found a little branch and shouted: “A tiny Christmas tree!!”
-
Pjakkurinn hoppar og spriklar fyrir framan sjónvarpið þar sem parkour gaurar hoppa milli húsþaka á meðan ég rígheld mér svo ég detti ekki úr sófanum og falli tugi metra niður á götu í París
-
Það hefur sína kosti að búa eins og svín Klukkutíma eftir að krakkarnir fóru niður og kíktu í skóna var ekkert þeirra búið að taka eftir pokanum sem jólasveinninn virðist hafa gleymt á sófanum í nótt
-
Þegar fjögurra ára drengur á tíu ára systur sem hlustar mikið á 6ix9ine getur það endað með því að ungi maðurinn hleypur um allt syngjandi punani nani nani – punani nani nani gæti sosum verið verra
-
Í sjónvarpinu: „Gerum þetta saman! Byko“ Albert: *fliss* „Píkó!“ *fliss*
-
Albert verður oft ánægður þegar hann kíkir í skóinn á morgnana, en aldrei eins og í morgun, þegar hann kíkti í skó foreldra sinna (sem hann setti sjálfur út í glugga í gærkvöldi) og fann þar pínulitla kartöflu í hvorum skó Hann hljóp inn í leikskólann í morgun og gargaði „Pabbi og mamma fengu kaltöflu…