
Af og til finn ég glaðning frá Albert þegar ég mæti í vinnuna
Af og til finn ég glaðning frá Albert þegar ég mæti í vinnuna
Stundum opna ég gleraugnaboxið þegar ég mæti í vinnuna og finn þar glaðning frá Albert
Þetta eru semsagt tvö spil úr Sleeping Queens, en þegar ég keypti spilið (hæ Spilavinir!) hafði ég smá áhyggjur af að Albert myndi eiga erfitt með það því hann er bara fimm ára (það er merkt fyrir 8+).
Það reyndust óþarfa áhyggjur
Tveimur vikum seinna er hann ekki bara orðinn betri en ég, heldur er hann búinn að búa til sína eigin útgáfu (Reaping Queens) sem hann spilar einn (víða um stofuna, með sveigjanlegum reglum sem nærstaddir fá reglulega að heyra um, og eru einhvernveginn aldrei eins) þegar allir nema hann eru búnir að fá nóg.
Albert: „Ertu spenntur fyrir að deyja?“
Pabbi: „Neee, ekki mjög“
A: „Þú deyrð samt!“
Rétt áður en við fórum á svið þegar ég útskrifaðist sem stúdent úr MS vorum við að prófa hvers annars húfur og í óðagátinu þegar við vorum kölluð til að fara inn í sal víxluðust þær óvart.
Svo sem í lagi hjá mér að pínulítil húfan sat bara asnalega ofan á hausnum, en vesalings Robbi, húfan mín náði niður fyrir augu á honum
Alber: *skoðar matseðil heimilisins og grettir sig* „Núlðusúpa? Ég er með oðnæmi fyrir núlðusúpu!“
sleif to the rhythm
Dóttir, að kvitta fyrir lestri: „Er ellefti í dag?“
Pabbi: „Nei, tólfti“
Albert, fimm ára, hinu megin í íbúðinni: „Tólfti september?“
P: „Já“
A: „Sölvi á afmæli í dag!“
Albert, 5 ára: „Pabbi, ég kann ekki að segja enn!“
Pabbi: „Ha? Jú, þú varst að segja enn!“
A: „Nei! ég kann ekki að segja enn! Eins og í siggi nús!“
Í 2 klst hefur hann ekki sagt eitt einasta m, þrátt fyrir gildrurnar sem við höfum lagt fyrir hann: nanna, nargrét, annæli, narnelaði, njólk, prunp, kórnákur, ab njólk
Flatus snýr enn aftur
Albert: “Pabbi, átt þú smjattsmapp?“