Category: social

stuff that’s rehashed from social media

  • Bugun

    Klukkan er 7.33. Úti geisar snjóbylur. Vetrarfrí í skólanum. Leikskólaverkfall. Ég svaf í 4 tíma.

    Börnin mín þrjú — sem verða heima með mér í allan dag — eru að reyna að ræða við mig um holur í plottinu í Hvolpasveit


    Klukkan er 11.41. Börnin eru langt komin með að klára nammið sem þau betluðu á öskudag. Ég er að reyna að vinna, þarf að skila nokkrum verkefnum í dag.

    Börnin eru að spila Mariah Carey jólalög ?

  • Bugun

    Tíðindi af vesturvígstöðvunum: Dagur 27.214 í verkfalli

    Bugun, nafn þitt er siggimus.

    Samt á ég yndislegan son, óendanlega fallegan og skemmtilegan. Hugur minn er hjá öllum þeim sem eiga ljót og leiðinleg börn

  • Bollur

    Pabbi: „Kannski þurfum við að byrja að gera bollur, annars endum við á að hafa bollur í kvöldmat“

    Sandra, með stóru eyrun sín: „ERU BOLLUR Í KVÖLDMAT??!?“

  • Uppáhalds

    Mamma: „Mig langar að fara í búð“

    Pabbi, kankvís: „Eigum við öll að koma með, eða viltu bara taka uppáhalds barnið með?“

    M: ? „Hmmm, sko, uppáhalds barnið er ekki þægilegast að taka með í búðir“

    P: *fliss*

    Sandra, með stóru eyrun sín: „EIGIÐ ÞIÐ UPPÁHALDS BARN??!?“

  • Flinkur að teikna

    Fréttir úr verkfalli:

    Nú er Albert orðinn flinkari en ég að teikna ?

    Ég þráspurði hver þetta væri, og hann sagði bara „klurri“ (krulli)

  • Í vinnunni

    Loksins aftur í vinnunni

    Ég: *gengur illa að komast í gang*

    Ég: ???

    Ég: *set á mig heyrnartól, fer á jútjúb, kveiki á Hvolpasveit*

    Ég: *vinn eins og ég sé þrír*

  • Háskóli

    Á þessum 9,5 dögum sem Albert (þriggja og hálfs árs) hefur verið heima vegna verkfallsins hefur hann lært að slá nafnið sitt inn á tölvu, og er farinn að tala töluverða ensku (jútjúb-hvolpasveitar-ensku ?, en samt)

    Eftir tvo mánuði skrái ég hann í háskólann

  • Björgunarafrek

    Björgunarafrek dagsins

  • 50 m/s

    Ef myndirnar prentast vel má sjá hvernig púlsinn hjá mér rýkur upp í fullkomnu flútti við hviðurnar sem fóru yfir 50m/s

    Við síðari hviðuna (sem drap mælinn ?) hoppaði Telma upp úr rúminu og kom skríkjandi til okkar. Þá voru allir vaknaðir nema Albert og við ákváðum að flýja dómadags hávaðann (og stóru stóru rúðurnar) uppi og reyna að sofa niðri í stofu. Reyna.

  • Múmín káta angist?

  • Hjálpa

    Albert: *veltir kassa, dót dreifist um allt gólf*

    A: *leikur áfram, stígur af og til á dót*

    A: *stoppar, lítur á mig eins og ég sé að bregðast honum*

    Pabbi: *sest og byrjar að ganga frá*: „Viltu hjálpa? Þá erum við fljótari“

    A: „Neinei“