Category: social

  • Get out of jail free card fyrir allt milli himins og jarðar: Ég get það ekki, af trúarlegum ástæðum

  • Fátt lýsir mér betur en það að lesa ekki bók í heilt ár, en klára svo 2 á 3 dögum

  • Í alvörunni

    Albert: „Heldurðu að þetta líf sé í alvörunni?“Pabbi: „Líf? Hvaða líf?“A: „Lífið þitt. Sem þú lifir“P: „Ööööö, já ég vona það. En þitt líf, er það í alvörunni?“A: „Ég veit ekki, kannski er ég að dreyma“A: „Eða nei, ég tala aldrei þegar ég er að dreyma“

  • Jarðskjálfti

    Þetta er nýtt! Kom nánast um leið og skjálftinn Og skjálftinn endaði í 5.5! Uppfært: Þau fá upplýsingar úr símunum https://support.google.com/android/answer/9319337?hl=en#Get_earthquake_alerts_Android

  • Á klósettinu

    Albert á klósettinu Pabbi: „Ertu að pissa eða kúka?“Albert: *beygir sig niður og tékkar* „Sé ekki!“

  • Krullíus Maxímús

    Albert: „Sjáðu pabbi!“ *sýnir tóma bastkörfu* Pabbi: A: „Lokaðu augunum!“ P: *lokar augunum* A: *bardúsar eitthvað í tæpa mínútu* A: *móður* „Opnaðu augun!“ Karfan: *er skyndilega FULL af tuskudýrum!* P: „Vá! Þú ert orðinn svo flínkur að galdra!“ En þessi geðþekki ungi töframaður, Krullíus Maxímús, á fleiri brögð uppi í erminni. Hann hefur lag á…

  • Geimflaug

    Albert: „Pabbi, getum við í kvöld … fundið eldflaug og farið út í geim?“Pabbi: *búinn að lofa sjálfum sér að vera jákvæður í sumarfríinu* „Ööö, já við skulum reyna að finna geimflaug í kvöld“…A: „Hefur þú farið út í geim?“P: „Nei, ég hef aldrei farið“A: „Ekki ég heldur. En hvaða leið á maður að fara?“…

  • Er þetta vinstri?

    Ókunnugur drengur á leikvelli: *bendir á vinstri fótinn á sér* „Er þetta vinstri fótur?“ Faðir ókunnugs drengs á leikvelli: „Nei, þetta er hægri“ Ódál, ekki alveg sáttur: *bendir á hinn fótinn á sér* „Er þetta kúka fótur?“

  • Hvað er málið?

    Albert, í sturtu á leiðinni út í heitan pott, horfir niður á bringuna á sér. Albert: „Hvað er málið? Strákar vilja alltaf sýna brjóstin sín, en stelpur vilja ekki sýna brjóstin.“ Pabbi: … A: „Hvað er málið?“

  • Kom í bústað og sá að fyrri gestur hafði gleymt að logga sig út af Netflix í sjónvarpinu. Eftir talsverða yfirlegu hef ég ákveðið að hæfileg refsing sé að fara í gegnum allt sem er í Currently watching og skippa yfir einn þátt

  • Smásaga: Gamall maður reynir að taka myndir af náttúruundri

  • Góð hugmynd

    Þetta virtist vera svo góð hugmynd í búðinni…