Stend í biðröð í kjörbúð um miðjan dag, með brauð, kæfu og skyr.
Maðurinn fyrir framan mig snýr sér við, dæsir hátt „sona er að vera róni!“ og nikkar í átt að 8 flöskum af kardimommudropum í fangi sér.
Ég reyni að flissa ekki og samsinni því
Róni hristir hausinn og bætir við yfir öxlina „og það er ekki eins og maður geti stolið þessum andskota—helvítis þjófavörnin fer alltaf í gang..!“
Þegar kemur að honum lítur afgreiðslustúlkan á hann örvæntingarfull. Hún er unglingur og greinilega smeyk við afleiðingar þess að banna honum þetta
R brosir mjög vingjarnlega: „Ég er að baka!“