PJ Harvey - I Inside The Old Year Dying

Polly

Þegar ég heyrði af nýjustu plötu PJ Harvey, I Inside the Old Year Dying, fékk ég slæma tilfinningu, þetta hljómaði eitthvað svo tilgerðarlegt og skrýtið. Bara nafnið á plötunni! Og hún yrði ekki á venjulegri ensku, heldur “the nearly forgotten dialect of Dorset”.

Ég hafði áhyggjur af því að þemað, konseptið á bakvið plötuna yrði tónlistinni yfirsterkari.

En ég hugsaði reyndar eitthvað svipað um síðustu tvær plötur og þær voru geggjaðar, svo ég hlustaði samt. Tilfinningin lifði aðeins áfram.

Ég hlustaði samt aftur og svo aftur og aftur og andskotinn hafi það, það var eitthvað þarna sem náði til mín og tónlistin var bara skrambi góð.

Eníhú, hér eru tónleikar

PJ Harvey – live at Olympia, Paris

Posted

in

by