Í tilefni þess að bíómyndin eftir bókinni er að koma í bíó ákvað ég að lesa hana aftur, 30 árum síðar.
Og namminamm! Þetta er ennþá ein uppáhalds bókin mín. Höfundurinn leikur sér að okkur og manni líður endalaust eins og verið sé að hafa mann að fífli. Saga inni í sögu, hver saga fyrir sig sögð af óáreiðanlegum sögumanni. Sögumenn vita að þeir eru að segja frá ótrúlegum hlutum og reyna að verja sig fyrirfram gegn ásökunum um bull. Og sögumenn reyna líka meðvitað að grafa undan hverjum öðrum og gera lítið úr hinum. Mjög mörgum atburðum er lýst tvisvar, og yfirleitt er mikill munur milli frásagnanna.
Frankenstein býr til skrýmsli, en er skrýmslið Guð og Guð býr til skrýmsli og það skrýmsli verður að fyrirmyndarmanneskju.