Yrði mér einhverntíma boðið í Kappsmál (engar áhyggjur, ég er allt of leiðinlegur og óspennandi), og fengi að velja uppáhalds orð, yrði orðið „þvera“
Notað í setningu: „Stór ökutæki þvera veginn“
Annars er ég almennt svag fyrir orðum sem byrja á „þv“ því mörg þeirra láta þig hljóma einþ og þú þért þoldið þmámæltur.
Þvalur (og valur?)
Þvara (ætlarðu ekki að þvara mér?)
Þveita (Þveitaball! Það jafnast ekkert á við þveitaball!)