Verslunarmannahelgin 1990

Ég toppaði öll Verslunarmannahelgarævintýr með því að skreppa ásamt Stefáni eitt árið til Leníngrad í smá partý.

Þar keypti ég ásamt öðru freyðivín, vodka, óætan hamborgara, molluheitan Budweiser á dimmri og sóðalegri knæpu (við báðum um 7up, en fengum Bud), slatta af rúblum (sem ég hef enn ekki getað losnað við), og þetta eintak af Pravda, frá laugardeginum 4. ágúst 1990.


Posted

in

by

Comments

Leave a Reply