Tag: veikindi

  • Minning: Kvikmyndahátíð

    Haustið 2000 var ég í hlutastarfi sem prófarkalesari á The Baltic Times í R?ga.

    Einn daginn á rölti um bæinn mætti ég kollega sem var á leið að sækja blaðamannapassa á kvikmyndahátíð. Ég rölti með og á leiðinni náði hún að magna upp í mér púka.

    Þegar við komum á staðinn laug ég því blákalt að aðstandendum kvikmyndahátíðarinnar Arsen?ls að ég væri frílans blaðamaður og að mig langaði mikið að skrifa grein um hátíðina í Moggann. Þau gleyptu við þessu og létu mig fá frípassa.

    Ég sá 36 myndir á 8 dögum. Þar af 25-30 myndir í fullri lengd:

    • Friðrik Þór sat fyrir svörum eftir Engla alheimsins og sagði öllum að á Íslandi væri hún álitin grínmynd.
    • Það hafði ekki gefist tími til að texta Dancer in the dark, svo aftast vinstra megin í salnum sat miðaldra maður við lítið borð með lampa og las þýðinguna jafnharðan í hljóðnema.
    • Ég sá Audition eftir Takashi Miike. Ég hafði aðeins misskilið lýsinguna í prógramminu og var engan veginn undir þetta búinn. Aleinn í bíó, kom svo út eftir miðnætti í kolniðamyrkur, og það var dágóður spotti heim. En semsagt já, ég svaf ekki mikið næstu daga, og mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds meðan ég skrifa þetta.

    Nema hvað, ég sá 36 myndir á 8 dögum. Tveimur dögum síðar var ég á kvöldvakt á blaðinu meðan starfsfólkið reyndi að fylla upp í síðustu dálksentimetrana svo hægt væri að senda blaðið í prentun. Ég fékk krampa í hálsinn vegna vöðvabólgu og vinnufélagarnir hringdu á sjúkrabíl sem flutti mig á Gai?ezers Slimn?ca (Svanavatns sjúkrahúsið).

    Þar lá ég í 3 daga með aðeins þennan farangur:

    • Stílabók og penna.
    • Nýjasta tölublað Baltic Times (sem ég hafði jú prófarkalesið af kostgæfni).
    • Eitt tölublað af The Economist.
    • Nokia 3110 með tvö strik, en ekkert hleðslutæki.

    Þegar hjúkrunarfræðingarnir komu að gefa mér lyf í æð reyndi ég á minni takmörkuðu lettnesku að spyrja hvað væri í gangi og það sem ég skildi var „meðal“ og „ekki illt“.

    Ég lá þarna uppi á áttundu hæð í þrjá daga, las Economist tólf sinnum, lúslas Baltic Times í leit að innsláttarvillum sem mér hefðu yfirsést, sendi svona 74 SMS, skrifaði háfleygar langlokur í stílabókina um hvað ég ætti ógurlega bágt og starði dreymandi út um gluggann.

    Við útskrift þremur dögum síðar fékk ég umslag sem innihélt röntgenmyndir af hálsinum, bréf um allt sem læknarnir höfðu gert (á lettnesku), óráðna greiningu og reikning upp á 59,78 LVL (samsvarar á að giska 25.875 ISK framreiknað). Ég fékk líka forláta hálskraga sem ég átti í mörg ár (og þurfti því miður að nota nokkrum sinnum).

    Tl;dr: Ég laug til að fá frípassa á kvikmyndahátíð og fór svo mikið í bíó að ég endaði á spítala í þrjá daga með GSM síma með tvö strik. Life lesson. Karma is a bitch. Stolnar piparkökur eru vondar. O.s.frv.

  • Streakið

    Fyrir tveimur vikum greindist Albert, fimm ára, með Covid.

    Hefði þetta gerst fyrir ári hefði ég lítið sem ekkert sofið fyrr en fjölskyldan væri laus úr sóttkví og einangrun – fastur í hugsunum um örkuml, dauða og ömurð

    Núna: Fökk! ?? Ef ég lendi í einangrun missi ég streakið í að ganga 10 þúsund skref á dag

    PS: Hann varð ekki veikur og sýndi aldrei nein einkenni. Ekkert okkar smitaðist

  • Sparistellið

    Þegar öll fjölskyldan losnar úr 10 daga sóttkví og einangrun má draga fram sparistellið ?

  • Þurfti að sækja Albert snemma á leikskólann því hann er kominn með hita.

    A, á leið út í bílinn: „Veikurið lét mig sofna eins og litlabarn!“

  • Fátt verra en þegar lítil börn byrja að gubba einmitt þegar maður er að bursta tennurnar. Svo liggur maður hálfsofandi alla nóttina með annað augað opið og 170 í púls og hrekkur upp með andfælum á sjö mínútna fresti ef einhver hóstar í 200 metra radíus


    Uppfært, 18. nóvember:
    …og nú taka við nokkrir sólarhringar á milli vonar og ótta um hvort þessi fjandi sé í alvörunni frá eða andstæðingurinn eigi enn tromp upp í erminni, bansettur

    Uppfært, 19. nóvember:
    Gubbupest 2: the reckoning
    0.30 Telma: ?
    0.35 Mamma: ?
    2.30 Sandra: ?
    ??????????
    4.30 Albert: „Hvað gerðist?“
    4.31 Pabbi: ??Bangsi lúrir ??
    4.52 A: „Endalaust kósí!“
    4.53 P: ??Bangsi lúrir ??
    8.10 P: ?
    (Albert er þriggja ára)

  • Telma er veik heima. Í sjónvarpinu eru tónlistarmyndbönd.

    Taylor Swift: *syngur Blank Space*

    Te: *hreyfir varirnar með og dillar sér*

    TS: *lemur bíl og ýmislegt fleira með golfkylfu*

    Te: „Er hún reið af því hann er alltaf í símanum?“

  • þreyttur og þreyttari

    tired and more tired

  • Veik börn

    Börn 2 og 3: Með 39-40 stiga hita; sofa eða liggja eins og klessur

    Barn 1: Á batavegi, með aðeins 38 stiga hita, vaskar upp hoppandi og öskursyngur Hatara

  • Hrúga

    af veikum börnum

  • Veikindi

    Eðlilegt, skynsamt fólk: Er veikt þegar allir hinir í fjölskyldunni eru í vinnu/ skóla/ leikskóla og horfa á hvað sem þau vilja

    Ég: Er veikur á sama tíma og börnin mín og horfi á þau horfa á Hvolpasveit, Dótu Lækni og Ávaxtakörfuna

  • Mér verður illt í hausnum

  • Einn með þrjú börn í kvöld og 38,2°C hita. Nú er að ljúka fimmta þætti í röð af Ávaxtakörfunni.

    Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. É