Tag: veikindi
-
Minning: Kvikmyndahátíð
Haustið 2000 var ég í hlutastarfi sem prófarkalesari á The Baltic Times í R?ga. Einn daginn á rölti um bæinn mætti ég kollega sem var á leið að sækja blaðamannapassa á kvikmyndahátíð. Ég rölti með og á leiðinni náði hún að magna upp í mér púka. Þegar við komum á staðinn laug ég því blákalt…
-
Streakið
Fyrir tveimur vikum greindist Albert, fimm ára, með Covid. Hefði þetta gerst fyrir ári hefði ég lítið sem ekkert sofið fyrr en fjölskyldan væri laus úr sóttkví og einangrun – fastur í hugsunum um örkuml, dauða og ömurð Núna: Fökk! Ef ég lendi í einangrun missi ég streakið í að ganga 10 þúsund skref á…
-
Sparistellið
Þegar öll fjölskyldan losnar úr 10 daga sóttkví og einangrun má draga fram sparistellið
-
Þurfti að sækja Albert snemma á leikskólann því hann er kominn með hita. A, á leið út í bílinn: „Veikurið lét mig sofna eins og litlabarn!“
-
Fátt verra en þegar lítil börn byrja að gubba einmitt þegar maður er að bursta tennurnar. Svo liggur maður hálfsofandi alla nóttina með annað augað opið og 170 í púls og hrekkur upp með andfælum á sjö mínútna fresti ef einhver hóstar í 200 metra radíus Uppfært, 18. nóvember:…og nú taka við nokkrir sólarhringar á…
-
Telma er veik heima. Í sjónvarpinu eru tónlistarmyndbönd. Taylor Swift: *syngur Blank Space* Te: *hreyfir varirnar með og dillar sér* TS: *lemur bíl og ýmislegt fleira með golfkylfu* Te: „Er hún reið af því hann er alltaf í símanum?“
-
þreyttur og þreyttari tired and more tired
-
Veik börn
Börn 2 og 3: Með 39-40 stiga hita; sofa eða liggja eins og klessur Barn 1: Á batavegi, með aðeins 38 stiga hita, vaskar upp hoppandi og öskursyngur Hatara
-
Hrúga
af veikum börnum
-
Veikindi
Eðlilegt, skynsamt fólk: Er veikt þegar allir hinir í fjölskyldunni eru í vinnu/ skóla/ leikskóla og horfa á hvað sem þau vilja Ég: Er veikur á sama tíma og börnin mín og horfi á þau horfa á Hvolpasveit, Dótu Lækni og Ávaxtakörfuna
-
Mér verður illt í hausnum
-
Einn með þrjú börn í kvöld og 38,2°C hita. Nú er að ljúka fimmta þætti í röð af Ávaxtakörfunni. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín.…