Tag: veður

  • Kósítæm


  • þegar ég fór með stelpurnar í leikskólann í morgun var snjóbylur og skyggnið á bilinu 2-22 metrar, ég ákvað að fara bara heim og bíða af mér mestu lætin

    svo þegar ég var farinn að sjá yfir til Reykjavíkur ákvað ég að nú væri ekkert mál að skjótast. vegagerðin er ekki alveg sammála

  • Logn

    Lognið var með minnsta móti í morgun


    ooooooog síðar sama dag:

  • Skjótari

    Líta út um gluggann, meðtaka hvað er á seyði, semja plan, sækja bjór í ísskápinn, hella bjór í glas, fara með glas út á pall, sópa köngulóarvefjum af garðhúsgögnum, tylla sér, ná andanum, taka mynd … og allt þetta áður en sólin hverfur aftur.

    Skjótari en skugginn að skjóta!

  • Fyrirbæri

    hvaða fyrirbæri er nú þetta?


    karl faðir minn, sem verður níræður þarnæsta haust, segir að þetta sé kallað „skuggi“

  • Morgunverkin

    • Gera graut fyrir stelpurnar
    • Taka til föt fyrir stelpurnar
    • Tékka hvort bíllinn er enn á bílastæðinu
  • jólaævintýri

    eftir skemmtilega stund hjá Svövu systur lögðum við semsagt af stað heim á Kjalarnesið aftur um níuleytið í gærkvöldi í ágætu veðri. það fór aðeins að blása þegar við komum í mosó, og þegar við komum út úr mosó var bara hreint doltið pus

    í því að við keyrðum undan síðasta ljósastaurnum við brúna yfir Leirvogsá kom hvellur og allt varð hvítt. veðrið fór úr pusi (18 m/s og 34 í hviðum) í rok (26 m/s – 40 í hviðum)

    nú er ég skynsamur maður og sá strax í hendi mér að þetta gengi ekki, ekki með lítil börn í bílnum. ég snéri snöggvast við og reddaði gistingu í höfuðborginni. ég sver að Ance var ekki búin að öskra og garga á mig nema í mesta lagi 2-3 mínútur þegar ég komst að þessari skynsamlegu niðurstöðu alveg upp á mitt einsdæmi

  • ÉG VARPA SKUGGA!

  • Giant sun!

    Sitting in the living room earlier, Sandra jumped up and shouted “Giant, giant, giant sun!!”

    Excited, I ran to the window to see it, only to see dark gray clouds and pissing rain.

    After a few moments of disappointment, it struck me! Of course! How would she recognise it?! She’s not even 3 years old!!

  • Skil ekki hvað fólk getur endalaust tuðað og nöldrað yfir veðrinu

    Fórum með stelpurnar útá svalir og gátum auðveldlega verið þar í alveg 12-13 mínútur

  • Ehhh?