Tag: travel

  • Salou

    Ég fór til Salou í Katalóníu í viku að fylgja Söndru á fótboltamót. Mitt hlutverk var að vera innan seilingar og koma hlaupandi ef hún hringdi og bæði um knús.

    Geggjað, hugsið þið eflaust! En vandamálið er að ég er ekki búinn til fyrir mikla sól eða hita og kann ekkert að vera á svona stöðum; veit ekkert hvað á að gera. Svo ég labbaði. Og labbaði. Svo labbaði ég aðeins meira. Svo fékk ég leið á að labba og leigði hjól. Og ég hjólaði. Svo þegar ég ætlaði að hjóla smá meira var ég orðinn ansi lúinn og leigði rafhjól og hélt áfram að hjóla.

    Og gleymdi að bera reglulega á mig sólarvörn. Ég hélt út í 5 daga. Sólbrann ekki að ráði fyrr en á fimmta degi – á hjólinu.

    Þegar ég var ekki að labba sat ég og hvíldi lúin bein á bekkjum í skugga, svitnaði og starði á fólk labba hjá, þambaði vatn í lítravís og stóð svo upp með erfiðismunum og fyrstu 20-30 skrefin kjagaði ég eins og ég væri að læra að ganga á ný eftir mjaðmaskiptaaðgerð.

    Einn daginn vaknaði ég klukkan hálf sex til að taka lest til Barcelona, labba 25 kílómetra í 29°C, verkja í fæturna, drekka þrjá lítra af vatni og skoða flott hús eftir Gaudí.

    Ó já, eins og ég átti von á gekk Söndru bara vel og þurfti lítið á mér að halda. Það gekk ýmislegt á, eins og gefur að skilja með stóran hóp af 12-14 ára stelpum, en hún plumaði sig bara vel, bæði innan vallar sem utan. Afturelding var með 2 lið á mótinu og liðinu sem Sandra var í gekk ekki sem best en aðalliðinu gekk öllu betur. Það var auðvitað erfitt að díla við tapleiki – sérstaklega tvo leiki þar sem liðið var mjög óheppið að vinna ekki – en ferðin frábær engu að síður.

  • Ef maður er búinn að hjóla 16 km og labba 7 km í 26°C má maður aðeins


    Helmingurinn af hjólreiðunum er reyndar til kominn vegna þess að ég gleymdi leigða hjálminum og þurfti fara aftur að sækja hann.

    Var reyndar aðeins að spá í að borga frekar sektina, €50…

  • Pása

    Gotlensk húfa á ferðalagi hvílir lúin bein
  • Kom í bústað og sá að fyrri gestur hafði gleymt að logga sig út af Netflix í sjónvarpinu.

    Eftir talsverða yfirlegu hef ég ákveðið að hæfileg refsing sé að fara í gegnum allt sem er í Currently watching og skippa yfir einn þátt

  • Smásaga: Gamall maður reynir að taka myndir af náttúruundri

  • Góð hugmynd

    Þetta virtist vera svo góð hugmynd í búðinni…

  • Minning – Lyftan í Plavnieki

    Fyrir mjöööög mörgum árum bjó ég í Riga, Lettlandi í nokkra mánuði.

    M.a. bjó ég í hverfi sem heitir Plavnieki, í stórri blokk sem er sirkabát nákvæmlega eins og næstu 20 blokkir. Ég var á 7. hæð, svo það var ekki gaman þegar lyftan bilaði.

    Þá sjaldan lyftan virkaði var bara hægt að ýta á einn hnapp í einu. Ef ég kom inn í lyftuna og ýtti á sjö, en svo kom einhver á eftir mér sem vildi fara á þriðju hæð, þurfti viðkomandi að gjöra svo vel að koma með mér upp á 7 og ýta þar á 3 eftir að ég var kominn út.

    Þegar lyftan bilaði var bara að prísa sig sælan að þú hafir ekki verið inni í lyftunni þegar það gerðist og kjaga upp.

    Ég kom nokkrum árum seinna í húsið og náði þessari mynd í lyftunni.

  • Neinei, bara hann Albert minn, fimm ára og átta daga gamall, búinn að læra að skrifa til að geta spjallað við pabba sinn frá útlöndum ??

  • Grindhvalavaða

    Innst í Ísafirði

    Vinsamlegast afsakið hljóðið 🙁

  • Helgufoss

  • Hjólatré

    Á Seyðisfirði rakst ég á þetta fína hjólatré