Tag: tónlist

  • Gekk framhjá herbergi Söndru í gærkvöldi og heyrði börnin syngja með So Real – Jeff Buckley. Stakk inn höfðinu og sá Albert (9) taka Doolittle úr umslaginu og rétta Söndru (14) til að setja á plötuspilarann

    Sandra lítur upp: „Það þarf ekkert DNA próf hér, ha?“

  • Af hverju?

    Pabbi: „Varstu kannski að laumast í símann minn?“

    Albert: „Af hverju heldurðu það?“

  • Baldur

    Baldur

    Skömmu eftir hádegi á miðvikudag

    Sandra: „Getum við farið á Skálmöld um helgina?“

    Ég: *hmmm, æ, er það eitthvað skemmtilegt?*

    Líka ég: *Öööö, hvað er annars langt þar til Sandra hættir að biðja mig?*

    Líka líka ég: „Já!“

    Líka líka líka ég: *jæja, best að prófa að hlusta á Skálmöld*

    Sunnudagskvöld

    Líka líka líka líka ég: „Þetta er rosalegt!”



    PS: Það hjálpaði að vita nákvæmlega hvaða lög þeir myndu spila – nýjustu plötuna + fyrstu plötuna. Auðveldara en að þurfa að kynna sér allan katalóginn

    PPS: Já, nú hef ég komið í Hörpu

  • Tindersticks

    Tindersticks

    Þriðja sinni

    Frábærir eins og alltaf. Mikið af nýju plötunni, svo það er eins gott að hún er góð

    Nancy
    Nancy answer me
    Your silence is worse than anything you might say

    Tindersticks – Nancy
  • Polly

    Polly

    Þegar ég heyrði af nýjustu plötu PJ Harvey, I Inside the Old Year Dying, fékk ég slæma tilfinningu, þetta hljómaði eitthvað svo tilgerðarlegt og skrýtið. Bara nafnið á plötunni! Og hún yrði ekki á venjulegri ensku, heldur “the nearly forgotten dialect of Dorset”.

    Ég hafði áhyggjur af því að þemað, konseptið á bakvið plötuna yrði tónlistinni yfirsterkari.

    En ég hugsaði reyndar eitthvað svipað um síðustu tvær plötur og þær voru geggjaðar, svo ég hlustaði samt. Tilfinningin lifði aðeins áfram.

    Ég hlustaði samt aftur og svo aftur og aftur og andskotinn hafi það, það var eitthvað þarna sem náði til mín og tónlistin var bara skrambi góð.

    Eníhú, hér eru tónleikar

    PJ Harvey – live at Olympia, Paris
  • Sigue Sigue Sputnik

    Þegar þú sérð tvít um Sigue Sigue Sputnik, ferð að hugsa um Love and Rockets og rankar svo við þér á youtube að hlusta á Bauhaus

  • Hnussandi Albert, veikur heima: „Hvernig getur nóttin LÆÐST inn?!?“

  • Dagalag

    Ég heiti Helga á helgidögum
    ég heiti Þura á þurrum dögum
    ég heiti Sunna á sunnudögum
    er þetta nóg
    er núna komið nóg – og þó?

    Dagalag – af Eniga Meniga

    Telma, fyrir háttinn: „Þetta er svo skrýtið, að heita Helga á helgidögum og Sunna á sunnudögum… sunnudagur er helgidagur!“

  • Pabbi bardúsar í eldhúsinu

    Albert (4 ára), inni í stofu: „Pabbi! Hvernig á að skrifa jól?!“

    P: „Joð…“

    A: „Kva svo?“

    P: „Ó! ?… Kanntu að gera..?“

    A: „Kva svo?“

    P: „Ell … Af hverju ertu að skri…“

    Úr spjaldtölvunni berast jólalög

  • Kannist þið við krakka sem að kúr’í sandkassa?
    Þeim leiðist heldur lífið og eru löngu hætt að krassa
    Þau hafa rólað hundrað milljón sinnum út og inn
    og mokað sama sandinum í skóinn sinn

    Olga Guðrún – Það vantar spýtur af Eniga meniga
  • ooooooog við erum komin með hljómsveit!

    /aaaaaand we have a full band!


    Restin af hljómsveitinni:

  • Gítar

    Þá er Telma komin með gítar og getur farið að æfa sig heima