Tag: Telma

  • Ár

    Til að fagna því að ár er nú liðið síðan leikskólaverkfallinu lauk sit ég fastur heima (ófærð) með þrjú „veik“ börn

  • Buddy

    Dóttir byrjar að horfa á Air Bud *5 mínútur af djöfulgangi þar sem allt gengur á afturfótunum hjá trúðnum sem á Buddy* Albert: „VILJIÐI SLÖKKVA Á ÞESSU!! ÞETTA ER MJÖG SORGLEGT!!!“

  • Allir bóndar

    Telma: *þekkir einn bónda — sem er kölluð Jóa* Líka Telma: „Af hverju heita allir bóndar Jói eða Jóa?”

  • Pizza

    Note to self: Næst þegar þú ætlar að geyma kanil í kryddstauk sem stendur á Pizzakrydd fyrir krakka, skaltu muna að skrifa KANILL með mjög stórum stöfum Ok, lítur ekki út fyrir að þetta sé milljón króna hugmynd Krakkarnir sökuðu mig um að reyna að drepa sig Konan hefur reyndar aldrei borðað svona mikið af…

  • Foreldraviðtal

    Pabbi: „Er eitthvað sem þú vilt að ég tali um við kennarann þinn? Foreldraviðtalið er í dag.“ Telma: „Neeeee … eða jú! Ég elska hesta!“ Ég skilaði þessu samviskusamlega til kennarans, sem skellilhló og sagði „…ég veit!“

  • Öxlin

    Pabbi: „…en þetta verður ekki auðvelt!“ Telma: „Já, ég þarf bara að bíta í öxlina!“ *beygir höfuðið og reynir að narta í öxlina á sér*

  • Við horfum á Our Planet í dýrðlegu 4K Pabbi fer að velta fyrir sér tönn náhvala, hvort þeir festist ekki stundum óvart. Börnin: „Já, þeir festast stundum í ís…“ Pabbi: „Lærðuð þið um náhvali í skólanum?“ Börn: „Nei, í Hvolpasveit!“

  • Nei

    Krakkarnir finna Áttuna og Nei nei aftur eftir langa og kærkomna hvíld Albert: „Akkuru erún alltaf að segja nei?“

  • Pabbi: „Ertu að lesa þessa bók? Er hún skemmtileg?“ Telma: „Já, mjög skemmtileg!“ P: „Um hvað er hún?“ P, 25 mínútum síðar:

  • Listinn

    Ég man nú ekki eftir að hafa skrifað þetta, en fyrst það er komið á listann verður ekki aftur snúið

  • Pabbi: *knúsar* „Góða nótt, ástin mín“ Telma: „Hvað langar þig í mest af öllu í heiminum?“ P: *hugsar* „Að komast aftur í vinnuna og hitta fólk“ T: „Ef þú gefur mér hest geturðu það!“

  • Áramótaskaup

    Börnin horfa á áramótaskaupið 2020 þriðja sinni, nú með gesti: Samkjafta ekki hvert ofan í annað: „Já, þetta! ÉG EEELSKA ÞETTA!!?!“ lýsa svo því sem er alveg að fara að gerast í smáatriðum. „Svo segir einhver „af hverju ertu að hreyfa munninn!“ *fliss*“ „SLEIKJA Á MÉR PÚNGINN!“ „Veistu hvað dikkpikk er?“