Tag: Telma

  • Smakka

    Mamma gerði hrísgrjónapönnsur og bauð börnunum að smakka Telma, 9 ára: „Smakka?! Hvað meinarðu?“ Albert, 5 ára: „Að smakka þýðir að finna hvort eitthvað er gott á bragðið eða ekki!!!“

  • Þegar þú eyðir 25 mínútum í að semja stórbrotinn texta um börnin til að setja á FB með hreint dásamlegri mynd en krakkaskrattarnir samþykkja ekki að myndin fari á netið

  • Lettland?

    Tvær stelpur spyrja eftir Telmu Ég: „Nei, hún er ekki heima, og það er soldið langt þar til hún kemur“ Stelpa 1: „Æ já, ég var búinn að gleyma því, hún er í Lettlandi“ Stelpa 2: „Lettland? Hvað er það?“

  • Ekki hægt að hlusta

    Var eitthvað að fikta í stillingunum á Spotify í gærkvöldi og slökkti m.a. á „Leyfa gróft efni“. Í morgun voru öll börnin gargandi: „Það er ekki hægt að hlusta á nein lög á Spotify!“ a) Er með fjölskylduáskrift og þetta hafði semsagt áhrif á okkur öll b) Börnin mín hlusta greinilega bara á lög með…

  • Búrfellsgjá

  • Sumarlestraráskorun

    Til að hvetja stelpurnar til að vera duglegar að lesa í sumar settum við í gang 500 mínútna sumarlestraráskorunina. Fyrir hverjar 100 mínútur sem þær lesa fá þær að velja verðlaun. Við gerðum ráð fyrir að það tæki þær megnið af sumrinu að ná 500 mínútum. Eftir eina viku: Fjölskyldan gistir saman í stofunni Ísbíltúr…

  • Gat

    „Vinkona mín segir að það sé dónalegt að segja ómægat af því að það er dónalegt að segja annarra manna nafn“

  • Helgufoss

  • Málshættir

    Mamma: „Hnuss! Við getum gert betur en þetta!“ Sjaldan krúmeitinn drepur impostorinn -mamma Betri er Bríet en Auður -pabbi Ekki er pabbabrandari góður nema móðir segi -mamma Sultur gera ristað brauð betra -Albert

  • Pabbabrandari?

    Pabbi: *undirbýr hádegismat úr afgöngum* „Ef við klárum fiskinn ekki núna set ég hann á pizzuna í kvöld!“ Allt klárast Dóttir: „Mig langar í meiri fisk!“ Mamma: „Þá þarftu að fara að veiða!“ Allir: … Pabbi: „Vá! Mamma sagði pabbabrandara og enginn veit hvað er í gangi“ Dóttir: „Og þú hlóst ekki, svo núna veistu…

  • Foreldrar eða börn?

    Telma spurði hvort væru fleiri foreldrar eða börn í heiminum og nú get ég ekki hætt að hugsa um það!

  • Ár

    Til að fagna því að ár er nú liðið síðan leikskólaverkfallinu lauk sit ég fastur heima (ófærð) með þrjú „veik“ börn