Tag: Telma

  • Stelpurnar horfa á „Krakkaskaup fyrir fullorðna“ (Áramótaskaupið) í 7. skipti.

    Sandra (6 ára) er að útskýra Magnús Magnús Magnússon brandarann úr áramótaskaupinu fyrir Telmu (5 ára eftir 20 daga)

  • Börn spila Alias

    „Krakkar vilja fljúga með þessu!“

    Sandra náði því í þriðja giski: Teppi, að sjálfsögðu!


    „Rautt með stiga og maður keyrir“

    -Brunabíll!

  • Útför

    Stelpurnar voru rólegar í klukkutíma. Þegar við tékkuðum var í gangi útför sem virtist vera að ná hámarki með hjartnæmum einleik á fiðlu

    Löggan var öllum harmdauði, ekki síst höfrungnum

  • 6 ára dóttir mín er að útskýra Magnús Magnús Magnússon brandarann úr áramótaskaupinu fyrir 5 ára systur sinni

  • „Pabbi, er þetta Krakkaskaup fyrir fullorðna?“

  • Raula. Kortér. Ekkert lífsmark. Sperri eyrun. Rýni inn í myrkrið. Getur það verið? Örlitið meira bí bí og blaka til öryggis. Eru þær virkilega sofnaðar?

    „Pabbi, heitir Djöstin Bíber Djöstin Bíber?“

  • 2017

    Þá er 2017 gengið í garð og hér í sveitinni byrjar það með látum!

    Albert útskrifaðist í gær úr stífum æfingabúðum þar sem farið var yfir grunnatriði þess að velta sér á kviðinn. Á ögurstundu, eftir að faðir hans hafði pískað hann áfram eins og pínulítinn kínverja í fimleikabúðum tókst honum loks að velta sér yfir á bumbuna. Svo skemmtilega vildi til að þetta var sirkabát 20 sekúndum eftir að faðir hans lagði frá sér (kvik)myndavélina þegar minniskortið fylltist.

    Stelpurnar standa einnig í stórræðum, en þær fluttu búferlum. Nú býr Telma í efri koju en Sandra er flutt í þá neðri. Sandra vaknaði tvisvar í nótt og bar við erfiðleikum að aðlagast lífinu á nýja staðnum.

  • Gleðilegt nýtt ár!!

    Fór með Telmu að kveðja gamla árið með látum. Reyndi að benda henni á norðurljósin, en henni var sléttsama

    Gleðilegt nýtt ár!!

  • Hvert kvöld: Undirbý hafragraut ef ég skyldi vakna á undan stelpunum

    Hver morgun: Dætur vakna 30 mín áður en vekjarinn pípir

  • svo klæðir maður börnin sín í jólagjafir og les jólagjafir fyrir þá.

  • Kl 6.10

    Sandra: „Pabbi, vaknaðu! Hausinn datt af!“

    Pabbi: „Haaa?“

    S: „Hausinn á snjókarlinum datt af!“


    …og þessvegna læturðu snjókarlinn ekki standa beint fyrir utan gluggann hjá börnunum og horfa inn

  • Kertasníkir var á þeim buxunum að tvær ungar stúlkur verðskulduðu kartöflur í skóinn, en merkilegt nokk höfðu örþreyttir foreldrar samband við hann (eftir krókaleiðum!) og fóru þess á leit að hann gæfi þeim bara eitthvað ómerkilegt í staðinn

    Beiðnin var tekin til greina á þeirri forsendu að það sé alveg nógu fokkings erfitt að vakna illa sofinn klukkan hálfsjö á aðfangadag án þess að þurfa að díla við tvö ung börn með áfallastreituröskun