Tag: Telma

  • Kartöflumús

    Telma kallaði mig Sigga Kartöflumús 

  • Einu sinni voru tvær kindur. Kind 1: „Me!“ Kind 2: „Einmitt það sem ég ætlaði að segja!“

  • Fimm ára stúlka elskar smjör næstum jafn mikið og faðir hennar elskar ost

  • systur skipta góssi bróðurlega milli sín

  • Telma, tæpra fimm ára, les: „H-e-r-j-ó-l-f-u-r“ Stoppar, lítur á mig og brosir – „jól!!“

  • Pabbi: „Hvað eru árstíðirnar margar?“ Telma, 5 ára: „Fjórar!“ P: „Alveg rétt! Og hvað heita þær?“ T: „Vor, sumar, haust og jól!“

  • Stór stelpa

    Síðan pabbi átti afmæli í lok október hefur ung og ákveðin dama spurt nær daglega „Á ég afmæli á morgun?“ Viljinn til að verða stærri er svo sterkur að hún er löngu farin að missa tennur og byrjuð að lesa og skrifa smá. Hún nennir sko ekkert að bíða eftir einhverju dagatali. Eftir ítrekuð vonbrigði…

  • Sandra, 6 ára, kennir Telmu, 5 ára, að daba

  • Sandra stuggar aðeins við Telmu á leið út um dyrnar. Telma, grátandi: „Það á ekki að hrinda fólki! Hún var að hrinda fólki!“

  • 6 ára sýnir 5 ára hvernig á að nota brjóstapumpu

  • Stelpurnar horfa á „Krakkaskaup fyrir fullorðna“ (Áramótaskaupið) í 7. skipti. Sandra (6 ára) er að útskýra Magnús Magnús Magnússon brandarann úr áramótaskaupinu fyrir Telmu (5 ára eftir 20 daga)

  • Börn spila Alias

    „Krakkar vilja fljúga með þessu!“ Sandra náði því í þriðja giski: Teppi, að sjálfsögðu! „Rautt með stiga og maður keyrir“ -Brunabíll!