Tag: Telma

  • Palli

    Sex ára horfir á Palli var einn í heiminum: „Ef ég væri ein í heiminum myndi ég taka allt dót sem ég vil. En samt bursta tennurnar og sofa“

  • Senur úr leikritinu Börnin með í kirkju

    Sandra: „Verður þetta aldrei búið?“ Áður en ég næ að svara byrjar forspilið og presturinn gengur inn í kirkjuna með fermingarbörnin. Aðstandendur standa upp til að ganga til altaris. Telma: „Erum við að fermast líka?“ Undir lokin: Sandra: „Af hverju er aldrei klappað?“

  • Skeið

    Ef myndin prentast vel má sjá SKEIÐ. Þessi skeið er ætluð börnum Barbíjar, og ágæt til síns brúks, en það er 60% starf að passa að þetta helvíti týnist ekki eða endi í ryksugunni

  • Boðskort

    *ding dong!* *börn skríkja. tiplandi fætur* Einhver: „mumli mumli mumli muml“ Börnin mín: „Pabbi minn er á klósettinu! Hann er að kúka!“ Einhver: „Ööööö, allt í lagi. viltu gefa honum þetta boðskort“

  • Vindurinn

    Pabbi: „Skautaðu eins og vindurinn!“ Telma: „Nahhauts! Ég ætla sko ekkert að skauta eins og vindurinn!“

  • Skvissí

    Þökk sé nasískum vinnubrögðum (ehem*) starfsfólks leikskóla dóttur minnar, fékk þessi hressi „skvissí“ að fylgja mér í vinnuna *ekki hennar orðalag, hún er 6 ára

  • Skuggamynd

  • Ljót orð

    Sandra (7 ára): „X er búinn að skrifa öll ljótu orðin í pennaveskið sitt! Hann skrifaði bitsj, fokk og sjett!“ Pabbi: „Jedúddamía!“ Telma (6 ára): „En hvað er bitsj?“ P: „Ööööö … svona vond pía“

  • Hvaða lag?

    Sandra: Telma: S: „Hvaða lag ertu að syngja?“ T: „Sama og þú“ S: T: „…en ég kann það ekki…“

  • Telma: „Pabbi, af hverju keyptirðu tannkrem sem er á bragðið eins og laukur?“ Pabbi: „Ööööö … ég hérna … mamma þín keypti það!“

  • Dökkklæddur maður með úfið hár situr þögull og hreyfingarlaus í rökkrinu með eyrun sperrt og bíður þess að 18 mánaða sonur sinn sofni. 5 mínútur. Ekkert hljóð. Skyndilega heyrist mikill skarkali; eldri systur drengsins eru með háreysti frammi. Út úr myrkrinu heyrist óánægjustuna og lágvært „usssssss!“

  • Bammbarammbarammbamm

    Telma, nær 6 ára syngur: „Bammbarammbarammbamm þett’er hægt“ Pabbi: „Humm … á ekki að segja Bammbarammbarammbamm þett’er hann?“ Telma: „Nahauts, Bryndís og Margrét segja alltaf hægt! Og þú hefur sko aldrei heyrt þetta lag! Þú varst sko ekkert í útiveru í leikskólanum í dag!“ Nokkrum mínútum síðar er hún gapandi að horfa á textavideóið