Tag: Telma
-
Reið
Pabbi: „Jæja stelpur, við vorum að skrá ykkur á reiðnámskeið í sumar eins og þið vilduð!“ Sandra: *dansar af gleði* Telma: *skilur ekkert* „Reið námskeið? Eigum við að vera reiðar?“
-
Stúpid boy
Sandra: „Þegar hún syngur lagið í alvörunni segir hún efforðið, en í Júróvissjón segir hún bara stúpid bits. ööö ? nei, stúpid boj“ Telma meltir þetta aðeins Sandra: „Stúpid boj þýðir kjánastrákur“ Systur sperra eyrun og hlusta mjöööööööög vandlega á textann. Sandra: „Heyrðirðu? Hún sagði maðafokka bits!“ 10 mínútum síðar heyrist í Telmu raula „maðafakka…
-
Píramídar
„Pabbi, kaust þú píramída?“
-
Kvef
*hóst!* „Pabbi, í Hvolpasveit þá er maður með kvef ef maður hnerrar eða hóstar! Mér finnst það mjög skrýtið“ Mér finnst það líka
-
Allt getur gerst
Sandra: „Ég hata þessa auglýsingu! Það getur ekkert allt gerst!! Tré geta ekkert talað, eða brú labbað burt!“ Telma: „Eða bíll hoppað upp í skýin!“ Pro tip: Ekki ráða sex eða sjö ára börn á auglýsingastofurnar ykkar
-
Dýrin
Stelpurnar eru að horfa á uppsetningu 3. S í Snælandsskóla á Dýrunum í Hálsaskógi á youtube
-
Barn: „Var Prumpulagið í Eurovision?“ Pabbi: „Nei, því miður“
-
Telma tók þátt í skautasýningu. Settum vídeó með atriðinu á fb. Þökk sé fokkings höfundarréttarrugli er ÞÖGN í 40 sekúndur af 90 af því að það var verið að spila lag í fokkings bakgrunninum. Lagið heldur btw áfram hinar 50 sekúndurnar…
-
Freknur
Stelpurnar voru að horfa á myndbandið fyrir B.O.B.A. Telma: „Er hann með freknur?“ Sandra: „Hann er rauðhærður!“ Telma: *kinkar kolli. bendir á Króla* „Allir sem eru með svona hár eru rauðhærðir“
-
Draugahús
Á ferð um Hvalfjörð benti dóttir mín á hús í niðurníðslu: „Þetta er draugahús!“ *djúpt hugsi* „Ef maður fer inn í það breytist maður í draug!“
-
Peysur
Yfir sjónvarpinu: Barn: „Hvar er þetta?“ Pabbi: „Á Norðurpólnum!“ Barn: *djúpt hugsi* „Hvað er hann í mörgum peysum?“
-
Marmilaði
„Pabbi, er hægt að gera marmilaði úr mannfólki?“