Tag: Telma
-
Snjór í Esjunni
Pabbi: „Sérðu, snjór í Esjunni!“ Telma (6) hugsi: „Af hverju bara efst?“ P: „Það er kaldara hátt uppi“ D: „Já en það er heitt uppi og kalt niðri“ P: „Rétt hjá þér – heitt loft leitar upp! Það er samt kaldara uppi á fjalli en niðri“ T: „Mér er kalt á tánum en heitt á…
-
Pabbi: „Varstu búinn að sjá að það er kominn snjór efst í Esjuna?“Telma (6 ára): „Jaháts pabbi! Fyrir löngu!“…T hugsi: „Af hverju er bara snjór efst?“P: „Af því að það er kaldara svona hátt uppi“T: „Já en það er heitt uppi og kalt niðri“P: „Það er reyndar alveg rétt hjá þér – heitt loft leitar…
-
Sex ára les Pabbi: „Veistu hvað símaskrá er?“ Telma: „Já, svona til að læra á síma!“
-
Þorbjörn
-
Telma fékk að koma með mér í vinnuna, sem er mikið fagnaðarefni því hún var búin að heyra miklar sögur af ævintýrunum sem þar gerast – heitt kakó og klemmubrauð eins og þú getur í þig látið! Svo er hægt að spila fúsball. Henni fór að leiðast svo ég setti á hana heyrnartól svo hún…
-
Mosfell
með Ferðafélagi barnanna
-
Pabbi: „Jæja stelpur, hvað eigum við að gera skemmtilegt í dag?“ Stelpur: „Þú verður að velja eitt: Annað hvort að borða ís eða fara út í búð að kaupa tyggjó.“
-
Börnin mín eru geggjuð og æðisleg og frábær og best í heimi og ég elska þau út af lífinu, en ég byrja að vinna aftur eftir 46 klukkutíma og 41 mínútu
-
Þekkjandi mínar dömur var ég ekkert að flýta mér í sturtunni og klæddi mig í rólegheitum í fötin eftir sund í Klébergslaug. Beið svo dágóða stund fyrir utan kvennaklefann. Pabbi: „Ööööö, hvernig gengur þarna inni?“ Telma: „Bara vel, við erum enn í sturtu! En ég kann núna að flossa!“
-
Viðey
-
Frídagur með börn
Fyrsta barn Þriðja barn
-
Tær
Pabbi: „Stelpur, ef þið eruð svona óþekkar slekk ég aftur á sjónvarpinu og þá þurfið þið að sitja og telja á ykkur tærnar“ Barn: „Pabbi, við vitum alveg hvað við erum með margar tær!“