Tag: Telma

  • Snjór í Esjunni

    Pabbi: „Sérðu, snjór í Esjunni!“

    Telma (6) hugsi: „Af hverju bara efst?“

    P: „Það er kaldara hátt uppi“

    D: „Já en það er heitt uppi og kalt niðri“

    P: „Rétt hjá þér – heitt loft leitar upp! Það er samt kaldara uppi á fjalli en niðri“

    T: „Mér er kalt á tánum en heitt á búknum!“

  • Pabbi: „Varstu búinn að sjá að það er kominn snjór efst í Esjuna?“
    Telma (6 ára): „Jaháts pabbi! Fyrir löngu!“

    T hugsi: „Af hverju er bara snjór efst?“
    P: „Af því að það er kaldara svona hátt uppi“
    T: „Já en það er heitt uppi og kalt niðri“
    P: „Það er reyndar alveg rétt hjá þér – heitt loft leitar upp! En það er samt kaldara uppi á fjalli en niðri á jörðinni.“
    T: „Þegar ég er að labba úti er mér kalt á tánum en heitt á búknum“

  • Sex ára les

    Pabbi: „Veistu hvað símaskrá er?“

    Telma: „Já, svona til að læra á síma!“

  • Þorbjörn

  • Telma fékk að koma með mér í vinnuna, sem er mikið fagnaðarefni því hún var búin að heyra miklar sögur af ævintýrunum sem þar gerast – heitt kakó og klemmubrauð eins og þú getur í þig látið! Svo er hægt að spila fúsball.

    Henni fór að leiðast svo ég setti á hana heyrnartól svo hún gæti hlustað á tónlist í símanum mínum án þess að trufla aðra. ?

    Nú situr hún og syngur hástöfum: ?„Ef þú getur ekki sungið reyndu þá að klappa! ef þú getur ekki klappað, reyndu þá að stappa“ ?meðan ég geng áhyggjufullur um og spyr vinnufélagana hvort þau séu ekki örugglega með heyrnartól sjálf ? „Við erum fuglar sem að flögra um! Við finnum alltaf það sem okkur vantar“ ?

  • Mosfell

    með Ferðafélagi barnanna

  • Pabbi: „Jæja stelpur, hvað eigum við að gera skemmtilegt í dag?“

    Stelpur: „Þú verður að velja eitt: Annað hvort að borða ís eða fara út í búð að kaupa tyggjó.“

  • Börnin mín eru geggjuð og æðisleg og frábær og best í heimi og ég elska þau út af lífinu, en ég byrja að vinna aftur eftir 46 klukkutíma og 41 mínútu

  • Þekkjandi mínar dömur var ég ekkert að flýta mér í sturtunni og klæddi mig í rólegheitum í fötin eftir sund í Klébergslaug. Beið svo dágóða stund fyrir utan kvennaklefann.

    Pabbi: „Ööööö, hvernig gengur þarna inni?“

    Telma: „Bara vel, við erum enn í sturtu! En ég kann núna að flossa!“

  • Viðey

  • Frídagur með börn

    Fyrsta barn

    • gufusjóða þrjár sortir af grænmeti
    • lesa
    • púsla
    • kubba
    • út á róló
    • hlusta á tónlist og syngja með

    Þriðja barn

    • kókópöffs í sófanum
    • 17 þættir af Hvolpasveit
    • ipad

  • Tær

    Pabbi: „Stelpur, ef þið eruð svona óþekkar slekk ég aftur á sjónvarpinu og þá þurfið þið að sitja og telja á ykkur tærnar“

    Barn: „Pabbi, við vitum alveg hvað við erum með margar tær!“