Tag: Telma
-
Piparkökuhús og jólaföndur
-
Pabbi: „Sjáið stelpur hvað tunglið er stórt og fallegt, beint yfir Snæfellsjökli!“ Sandra: „Hvað er Snæfellsjökull margar Hallgrímskirkjur?“ P: „Veit ekki“ S: „En Everest?“ P, sem var á málabraut: „Ööööö, meira en hundrað!“ S: „Telma! Everest er meira en hundrað Hallgrímskirkjur!“ T *skilur ekkert* : „Everest er hundur!“
-
Hestur
Í bíltúr barst talið að fjöllum og nöfnum á þeim. Telma: „Ég veit hvað væri hægt að kalla brúnt fjall“ Pabbi: „Já? Hvað?“ T: „Hestur!“ P: „Eru allir hestar brúnir?“ T: „Já“ P: „Aaalveg allir?“ Sandra: „Ekki Diskó“ T: „Ekki heldur Móa“ P: „En allir hinir?“ T: „Ööööö … já?“ P: „En veistu, það er…
-
Skínasta stjarnan
„Sérðu allar stjörnurnar pabbi!“ sagði Telma uppnumin og horfði beint upp í himininn. „Hver er skínasta stjarnan?“ Við vorum sammála um að Venus hefði verið „skínasta“ stjarnan á himninum í morgun, og þess vegna væri hún óskastjarnan í dag. Stelpurnar horfðu á Venus og óskuðu sér í hljóði.
-
Ég var að aðstoða stelpurnar að gera klemmubrauð. „Geturðu sjálf náð í disk? Eða geturðu tekið einn fyrir þig og einn fyrir Söndru? Svo máttu líka ná í ost í ísskápnum.“ Telma (4,5 ára) setur í brýrnar og lítur hneyksluð á föður sinn: „Pabbi! Ég er bara með tvær hendur!“
-
Líkar?
Telma: „Erum við eitthvað líkar?“ Sandra: „Nahhauts! Þú ert með síðara hár, þú ert sætari og þú ert með kremt nef“ Telma: „Ég er líka með stærri rass!“
-
Nýr sófi?
„Vá! Nýr sófi! Hvar keyptuð þið hann? Í Rúmfatalaginu?“
-
Afmælisplön
Í gær eyddu stelpurnar heilmiklum tíma í að skipuleggja afmælið hennar Telmu, velja leiki til að fara í og ákveða hvaða lag ætti að nota í pakkaleiknum og Sandra ætlar að halda á símanum og snúa baki í krakkana til að verjast ásökunum um frændhygli og spillingu. Telma á afmæli 10. febrúar, sem er einmitt…
-
Gítar
Þá er Telma komin með gítar og getur farið að æfa sig heima
-
Sex ára stúlka biður um brauð meðan pabbi eldar. Hún er ekki ánægð með svörin „Vildi að ég ætti heima hjá x. Ef mamma hennar segir nei þá suðar hún bara plís plís plís plís þangað til mamma hennar gefst upp og segir já“
-
Mánuði eftir flutninga finnur 6 ára stúlka kassa: „Hrmpff! Það stendur BAÐ á kassanum, en það er ekkert bað í honum!“
-
Esjan með börnunum
Við misstum af því að fara með Ferðafélagi barnanna á Esjuna, svo við fórum bara seinna sjálf Börnin stóðu sig eins og hetjur