Ance: „Ertu búinn að sækja vegabréfið hennar Telmu?“
Ég: „Ööö…“
A: „Ertu búinn að setja reminder?“
*30 sekúndur líða*
É: *móður* „Að sjálfsögðu!“
Ance: „Ertu búinn að sækja vegabréfið hennar Telmu?“
Ég: „Ööö…“
A: „Ertu búinn að setja reminder?“
*30 sekúndur líða*
É: *móður* „Að sjálfsögðu!“
Ég sat og aðstoðaði dóttur mína—sem er ekki alveg þolinmóðasta manneskja í heimi—við heimanám
Albert kemur til mín með tár á hvarmi og knúsar mig innilega
Pabbi: „Hvað er að?“
Albert: „Ég er svo leiður að þú fékkst enga pásu“
Pabbi: „Pásu?“
A: „Fyrst var ég óþekkur smákrakki og einmitt þegar ég hætti því varð Sandra unglingur og fékk unglingaveikina. Bráðum fær Telma unglingaveikina og áður en henni batnar verð ÉG örugglega kominn með unglingaveikina!“
Við Sandra og Telma kíktum í bæinn til að eyða smá jólapening
Við fórum í útilegu í Selsskóg við Skorradalsvatn.
Notuðum frítímann í að keyra um Borgarfjörð og leituðum að geocache
Við fórum öll í lautarferð að Þórufossi 🙂
Sandra og Telma voru að gera köku
Albert og Telma kýta
Pabbi: „Ef þið hafið ekki eitthvað fallegt að segja skuluð þið bara þegja. Þið hreinlega kunnið ekki að segja eitthvað fallegt hvort við annað!“
Albert: „Jú! Telma ég elska þig! …ekki lengur“
Fyrir hreina tilviljun þurftum við Ance bæði að mæta á áríðandi viðburði á sama tíma á laugardegi. Þetta þýddi að við þurftum að skilja Telmu og Albert eftir í tvo tíma. Ekki í fyrsta skipti sosum.
T og A fengu skýr fyrirmæli um að hringja ekki nema í neyð.
Svo skiljanlega brá Ance þegar síminn hringdi og svaraði óttaslegin: „Er allt í lagi?“
Albert: „Jájá, ég vildi bara segja þér að ég var að kúka og skeindi sjálfur!“
Skrapp í Kolaportið með stelpunum. Kíktum á Tjörnina á eftir og enduðum á Bæjarins bestu
Kíktum svo á afa á leiðinni heim
Samkvæmt vísindalegri könnun eru það bara Telma og Bubbi (ósýnilegi vinurinn) sem nenna ekki í leik
Úti með hund og börn í brunagaddi (-12°c)
Hundur: *hleypur um og borðar snjó*
Börn: *hlaupa um og borða snjó*
Pabbi: *tennurnar glamra þó hann sé í öllum fötunum sínum*