Tag: siggimus þjáist
-
Þegar þú ferð úr tékkin röð því þú heldur að megi skila tösku beint eftir onlæn tékkin en þarft svo að fara aftast í röðina, 70 sætum aftar
-
Eftir áralangar rannsóknir hef ég komist að því hvað er verra en að stíga á legókubb Þurfti smá átök til að ná þessu úr hælnum
-
Tígulegt
Það er ekki mjög tígulegt þegar hávaxinn maður í yfirvigt, á rauðum naríum einum fata og með svakalegar harðsperrur stígur á Lego kubb
-
Jæja, hvað eru margar mínútur þar til leikskólarnir og skólarnir opna aftur?
-
Eru til verri örlög en að vera með bæði kverkaskít og hiksta?
-
Hvar er húfan?
Pabbi leitar. „Æ, hvar er húfan hans Alberts?“ Sandra: „Hvar settirðu hana?“ P: *Muldrar blótsyrði*
-
Ást er…
Ég elska konuna mína mjög mikið og sakna hennar þegar hún er ekki nálægt, en ég sakna konunnar minnar aldrei eins mikið og þegar hún skilur mig einan eftir með börnin þrjú
-
Hvaða refsing er við hæfi fyrir gestkomandi barn á sjötta ári, sem kveikti á og hækkaði í neineineineineineineineineinei?
-
SharePoint gleði: Þú getur ekki tékkað þetta skjal út því að [siggimus] er með skjalið tékkað út
-
Fékk mjög óþægilega tilfinningu fyrir því að vera fastur í lyftu, en svo var ég bara að keyra með útvarpið stillt á Léttbylgjuna
-
Þegar hinn drykkjarkúponinn loðir við brauðsneiðina og uppgötvast úttugginn í munni
-
Þegar þú mætir á árshátíð á Hótel KEA eftir 5 tíma akstur en nafnið þitt er ekki á listanum