Tag: siggi lagar stöff

  • Ofurhetja

    Þegar þú ert að reyna að bjarga gögnum af síma með svo illa brotinn skjá að það tekur 5 mínútur að opna hann með pinninu í hvert skipti og hálftíma að slökkva á pinninu og svo er ekki hægt að installa smart switch appinu sem færir allt yfir í bráðabirgða símann en einhvernveginn tekst þér…

  • Fataviðgerðir

    Fataviðgerðir siggamuss ehf.

  • Albert bendir: „Ljós virkar! Tvö ljós!“ Pabbi: „Já, pabbi lagaði. Stundum lagar pabbi eitthvað … og allir verða voða hissa“ A,: „Nei! Pabbi ekki laga! Slökkviðimaður lagaði“

  • Trackpad á fartölvunni hættur að virka. Control panel. Fikt. Ekkert. Gúggl. Uppfæri drivera. Restart. Ekkert. Meira Gúggl. Driverar beint frá framleiðanda. Restart. Ekkert. Enn Gúggl. Ekkert. Þrír klukkutímar. Ekkert. Hmmm, hvað gerist ef ég ýti á þennan takka..?

  • Skipti um dekk á bílnum í hundslappadrífu og líður eins og ég hafi smíðað geimflaug og farið á henni til mars

  • þetta virtist vera svo góð hugmynd þegar ég fékk hana Þegar þú ert búinn að skrúfa bakhliðina af með topplyklasettinu sem pabbi þinn gaf þér í jólagjöf fyrir þremur árum, lýsa vongóður inn í myrkrið með vasaljósi og pota í allskonar og setja upp sona svip sem þú heldur að alvöru þvottavélaviðgerðarmenn setji upp og…

  • Úbbs

    Ég smíðaði moltukassa

  • Þegar það tekur þig 2 daga að losa stíflu í þvottahúsinu, því fyrri eigandi setti hilluvegg OFAN á niðurfallið

  • Útiljós!

    Enn eitt dæmið um það sem ég sagði við konuna um daginn; ef ég segist ætla að gera eitthvað, þá geri ég það. Þú þarft ekki að minna mig á það á sex mánaða fresti… Light outside! Yet another fine example of what I said to the wife the other day; if I say I’ll…