Tag: Sandra

  • Pabbi, sybbinn: „Bíddu, líta kettirnir út eins og hvolparnir?“ Sandra, stórlega hneyksluð: „Pabbi?!??!? Hvað ertu eiginlega búinn að horfa á marga þætti?“ P: „Það er semsagt dalmatíu-köttur?“ S:

  • Albert leitar að stóru systur: „Hvar er Sandra?“ Pabbi: „Hún ætlar að gista hjá vinkonu sinni í nótt!“ A: „Ætlum við ekki að eiga Söndru lengur?“

  • Íbúð til sölu

    Glæný, mjög sjarmerandi 1.040 fersentimetra íbúð á besta stað, við norðurenda borðstofuborðsins, með óviðjafnanlegu útsýni yfir Esjuna. Innbyggt sjónvarp, fartölva og rúm. Aðeins 120 cm í næsta ísskáp. Arkitekt: Sandra

  • Dóttir: „…hvað heitir hann?“ Pabbi: „Frikki“ D: *hneyksluð* „HEITIR HANN FRIKKIN’?“

  • Maður, 170 ára: „Don’t be afraid to catch fish“ Dóttir, 10 ára: „Pabbi, hún syngur Don’t be afraid to catch FEELS! FEELS ER TILFINNINGAR“

  • Tilgangur

    Þú vandar þig. Þú lest bækur. Þú fylgist með fólki sem gerir þetta vel. Þú talar við fólk sem gerir þetta vel. Þú reynir að læra af fólki sem gerir þetta vel. Þú reynir að læra af fólki sem gerir þetta illa. Þú liggur andvaka á nóttunni og hugsar um hvernig þú getur gert betur.…

  • Tönn

    Telma missti tönn óvænt og gerði viðeigandi ráðstafanir. Eftir að Telma var sofnuð kom Sandra niður: „Ekki gleyma að setja pening, pabbi!“

  • Blettus Grænmetikus

    Glanna Glæp tókst með blekkingum og undirferli að sannfæra bæjarstjórann um að allir fengju Blettus Grænmetikus af því að borða grænmeti

  • Á Google

    Stelpurnar *fikta í tölvunni* Stelpurnar, mjög impóneraðar: PABBI!! ÞÚ ERT Á GOOGLE!

  • Ertu fullur?

    Pabbi: *nær í bjór í ísskápinn* Sandra: *sperrir eyrun, fylgist náið með hverri hreyfingu* P: *sest niður, býr sig undir að opna bjór* S: „Pabbi, ertu fullur?!“ Mamma: *leitar að hvítvínsflösku* Sandra: *sperrir eyrun, fylgist náið með hverri hreyfingu* M: *leitar að tappatogara í skúffu* S: „Mamma, ertu full?!“

  • Lönd í Afríku

    Pabbi: „Hvaða lönd þekkirðu í Afríku?“ Sandra: „Afríku?! Ég þekki ekkert!“ P: „Við skulum prófa að ég byrja að segja landið, og þú klárar. T.d. Egy…“ S: „Egyptaland!“ P: „Frábært! Og Ken…“ S: „Kennitala!!“

  • Ís

    Þegar gefa skal systrum ís getur vog sem vigtar upp á gramm afstýrt hjaðningavígum