Tag: Sandra

  • Nei

    Krakkarnir finna Áttuna og Nei nei aftur eftir langa og kærkomna hvíld

    Albert: „Akkuru erún alltaf að segja nei?“

  • Áramótaskaup

    Börnin horfa á áramótaskaupið 2020 þriðja sinni, nú með gesti: Samkjafta ekki hvert ofan í annað: „Já, þetta! ÉG EEELSKA ÞETTA!!?!“ lýsa svo því sem er alveg að fara að gerast í smáatriðum. „Svo segir einhver „af hverju ertu að hreyfa munninn!“ *fliss*“


    „SLEIKJA Á MÉR PÚNGINN!“


    „Veistu hvað dikkpikk er?“

  • Kraftaverk

    Kraftaverkin gerast í símabanni! Þeir sem lifa af að deyja úr leiðindum í nokkra klukkutíma geta aksjúallí fengið hugmynd!

    Miracles do happen! (when smartphones are off limits)! Those who survive dying of boredom for a few hours can actually think of stuff to do!!

    Sandra, 10 ára / years old

    Telma, 8 ára / years old

    Albert, 4 ára / years old

  • Ó, tyggjókall!

    Besta atriðið úr vel lukkuðu Krakkaskaupi 2020

  • Það hefur sína kosti að búa eins og svín

    Klukkutíma eftir að krakkarnir fóru niður og kíktu í skóna var ekkert þeirra búið að taka eftir pokanum sem jólasveinninn virðist hafa gleymt á sófanum í nótt

  • Þegar fjögurra ára drengur á tíu ára systur sem hlustar mikið á 6ix9ine getur það endað með því að ungi maðurinn hleypur um allt syngjandi punani nani nani – punani nani nani


    gæti sosum verið verra

  • Lesið fyrir háttinn

    Í bókinni er talað um tennur

    Albert: „Ég er með miklu fleiri tennur en Sandra og Telma!“

    Pabbi: „Núúú? Af hverju?“

    A: „Þær eru búnar að missa margar tennur, en ég er ekki búinn að missa neina!“

  • Tannálfurinn

    Telma: „Hey! Ég gleymdi að kíkja undir koddann í morgun til að sjá hvað ég fékk frá tannálfinum!“

    Pabbi: *svelgist á kornflexi. lítur skelkaður á mömmu, sem horfir döpur í gaupnir sér*

    Sandra: *horfir ásakandi á foreldra sína og hristir höfuðið*

    T: *kemur niður aftur. leið*

    S: „Tannálfurinn er í sóttkví!“

  • Íslensk tunga

    Sandra átti að teikna íslenska tungu, ef hún væri manneskja

  • Hmmm, ég sé að börnin eru búin að uppgötva Google Translate. Hvað ætli þau hafi… *setur upp gleraugun*

  • Sandra, 10 ára: „Það er svo skrýtið að Bædenn sé allt í einu orðinn forseti! Ég er bara orðin svo vön að Trömp sé forseti sko“

  • Sandra: „Pabbi má ég fá tyggjópakka?“

    Pabbi: „Ne…“

    S: „Ég lofa að setja hann ekki allan upp í mig í einu eins og í gær!“