Tag: Sandra
-
Málshættir
Mamma: „Hnuss! Við getum gert betur en þetta!“ Sjaldan krúmeitinn drepur impostorinn -mamma Betri er Bríet en Auður -pabbi Ekki er pabbabrandari góður nema móðir segi -mamma Sultur gera ristað brauð betra -Albert
-
Pabbabrandari?
Pabbi: *undirbýr hádegismat úr afgöngum* „Ef við klárum fiskinn ekki núna set ég hann á pizzuna í kvöld!“ Allt klárast Dóttir: „Mig langar í meiri fisk!“ Mamma: „Þá þarftu að fara að veiða!“ Allir: … Pabbi: „Vá! Mamma sagði pabbabrandara og enginn veit hvað er í gangi“ Dóttir: „Og þú hlóst ekki, svo núna veistu…
-
Lestur
Ef þú last 136 blaðsíður í gær er allt í lagi að lesa mínus 103 blaðsíður í dag
-
Ár
Til að fagna því að ár er nú liðið síðan leikskólaverkfallinu lauk sit ég fastur heima (ófærð) með þrjú „veik“ börn
-
Buddy
Dóttir byrjar að horfa á Air Bud *5 mínútur af djöfulgangi þar sem allt gengur á afturfótunum hjá trúðnum sem á Buddy* Albert: „VILJIÐI SLÖKKVA Á ÞESSU!! ÞETTA ER MJÖG SORGLEGT!!!“
-
Fjölskylda Steina
Þessi komu í heimsókn til Söndru
-
Vinir
Sandra var að kynna mig fyrir nýju vinum sínum
-
Pizza
Note to self: Næst þegar þú ætlar að geyma kanil í kryddstauk sem stendur á Pizzakrydd fyrir krakka, skaltu muna að skrifa KANILL með mjög stórum stöfum Ok, lítur ekki út fyrir að þetta sé milljón króna hugmynd Krakkarnir sökuðu mig um að reyna að drepa sig Konan hefur reyndar aldrei borðað svona mikið af…
-
Fjölskyldan
Öll fjölskyldan – hver með sitt uppáhalds
-
Við horfum á Our Planet í dýrðlegu 4K Pabbi fer að velta fyrir sér tönn náhvala, hvort þeir festist ekki stundum óvart. Börnin: „Já, þeir festast stundum í ís…“ Pabbi: „Lærðuð þið um náhvali í skólanum?“ Börn: „Nei, í Hvolpasveit!“
-
Illt
Sandra, 10 ára, kemur heim úr skólanum: „Pabbi mér er illt!“ Pabbi: „Æ, ertu veik?“ S: „Við vorum í kynfræðslu í dag“
-
Nei
Krakkarnir finna Áttuna og Nei nei aftur eftir langa og kærkomna hvíld Albert: „Akkuru erún alltaf að segja nei?“