Tag: Sandra
-
Sandra: „Ég vil fá hundaklippingu!“ Pabbi: „HA?!!?“ S: „Ég vil fá hundaklippingu!“ P: „Hvað í ósköpunum meinarðu barn?“ S *bendir á sjónvarpið*: „Ég vil fá hundaklippingu!“ P: „… meinarðu næsta þátt af Skoppu og Skrítlu?“
-
fjölskyldan á góðri stund. Sandra tók myndina í gærkvöldi þarna eru pabbi og mamma og Sandra og Telma og Ugla og að sjálfsögðu Mikki Mús
-
fjölskyldan á góðri stund. Sandra tók myndina í gærkvöldi þarna eru pabbi og mamma og Sandra og Telma og Ugla og að sjálfsögðu Mikki Mús
-
Á vit ævintýra
-
Verkfall
á leiðinni heim
-
Fimm ár!
Lukkunnar pamfíll, það er ég!! Hef nú verið giftur þessari yndislegu konu, Ance Laukšteina í fimm æðisleg ár 🙂 I have had the great fortune of being married to this lovely lady for five wonderful years 🙂
-
Á meðan ég sinnti bráðnauðsynlegu erindi sem kom upp í því að ég gekk inn um dyrnar með stelpurnar tóku þær að sér að ganga frá innkaupunum fyrir pabba sinn. Nánast allt endaði í ísskápnum, þar á meðal brauð, rúsínur, múslí, sjampó og eyrnapinnar. Nánast allt. Ísdollan endaði einhverra hluta vegna ofan á klósettinu. Ég…
-
Útilega
Fórum í útilegu til Melnsils í Lettlandi
-
Grjónagrautur
Ég vil trúa því að ef dætur mínar fái grjónagraut annarsstaðar muni þær um ókomin ár segja „þessi grjónagrautur er ekki eins og grjónagrauturinn hjá honum pabba mínum“ Þegar þær verða aðeins eldri munu þær bæta við „þessi er ekki brenndur“ Uppfært: Telma bað þrisvar um meira. Vesalings barnið
-
Hvíla sig
Eftir erfiða búðarferð er gott að tylla sér niður smástund
-
„Telma! Þú færð eitt tækifæri! Annars færðu límmiða!” Sandra elur litlu systur upp (mögulega er hún að misskilja eitthvað agaprógrammið á leikskólanum)
-
Siggi var úti
Í dag hefur Sandra sungið „Siggi var úti með ærnar í haga/ aumingja Siggi hann þorir ekki heim“ hárri raust. Með þessu annars sakleysislega framferði sínu hefur barnið óafvitandi vakið upp gamlan draug hjá föður sínum. Ég á von á martröðum í nótt og háum reikningum frá sálfræðingum á næstunni.