Hvenær má ég gera ráð fyrir að byrja aftur að elska 5 ára dóttur mína sem vaknaði kl. 5.40?
Tag: Sandra
-
Sandra segir að ég sé sætari en Conchita
/Sandra says I’m cuter than Conchita
-
Skeið
Augnabliki síðar datt skeiðin af og vildi ekki tolla aftur
2 mínútum eftir þetta fann ég Söndru hálfa inni í ísskáp að reyna að setja rabarbarasultu á skeiðina. þá yrði skeiðin sko klístruð og myndi tolla betur á nefinu
-
Friðsamur með sverð
Ekki láta sverðið blekkja ykkur, ég er friðsamur maður
siggi mús með sverð -
Sandra nývöknuð: „Mig dreymdi ekki neitt, bara kartöflu að dansa á palli!“
-
Ró
Hvað er meira róandi en að gramsa í stórri dollu í leit að 40 gulum og 50 fjólubláum perlum sem á að nota í krókodíl?
-
Á meðan
Á meðan pabbi og mamma ræða mikilvægi þess að merkja nýju stígvélin hennar Söndru…
/While mommy and daddy discuss the importance of labeling Sandra’s new boots…
-
Sumardaginn
Sandra, bráðum fimm ára, segir sumardaginn fiska.
-
aldrei þessu vant var hægt að labba heim úr leikskólanum án þess að verða úti
Telma dregur stóru systur Upp upp upp á fjall Vííííí Það jafnast ekkert á við það að velta sér uppúr snjónum Hugsi Auðveldara en að labba -
Hvað viltu verða?
Í leikskólanum er búið að hengja upp voða fín plaköt með myndum af krökkunum. Hvert barn með sína mynd, og þau halda á litlu spjaldi sem á er búið að skrifa hvað þau vilja verða þegar þau verða stór. Sumir vilja verða löggur, aðrir læknar, ein búðakona og einn spiderman.
Sandra vildi verða söngkona, en þegar ég spurði hana sagðist hún ekki vita hvaða lag hún ætlaði að syngja.
Best af öllu voru samt strákurinn sem vill verða kisa og stelpan sem vill verða sjúkrabíll.
-
Ást
Hafið það til marks um ótakmarkaða ást mína á dætrum mínum að ég svara bæði Dóru og Díegó