Tag: Sandra
-
Jóga
Stelpurnar kenna okkur að gera jóga
-
Það tók Söndru semsagt 5 ár, 2 mánuði, 4 daga, 9 klukkutíma og 32 mínútur að segja sitt fyrsta fokk
-
„Manstu þegar remúlaðið prumpaði?“ Dæturnar (3,5 & 5) rifja upp gömlu góðu dagana (kvöldmatinn í gær)
-
Í stofunni borar Telma í báðar nasir í einu á meðan Sandra spilar á flautu úr upprúllaðri ostsneið
-
Solla Stirða kom í heimsókn með kanínu vinkonu sinni
-
með smá aðstoð getur lítill 5 ára bangsi skrifað Priscilla og Eygló
-
Skæri eru ekki barna meðfæri og barbí greyið grætur
-
Upp með mér að vera í svona stóru hlutverki á afmæliskorti frá vinkonu Söndru Tennurnar mínar hafa ekki litið svona vel út í háa herrans tíð og hvar, ó hvar get ég fengið þennan kjól?
-
Stelpurnar eru nú búnar að syngja öll sín samtöl í 5 mínútur. Verki mínu hér er lokið
-
Í bakarísleik vill dóttir mín bara selja mér eitrað kex. Mamman fær kjánakex
-
Á leið í leikskólann í morgun var verið að ræða ýmislegt sem má gera þegar maður stækkar: Pabbi: „..einmitt! Og þegar Telma verður stór eins og þú má hún líka gera svona!“ Telma: „Ég vil ekki verða stór!“ Sandra: „Þá verðurðu að hætta að borða lýsi!“ T: „En ég vil ekki borða Lísu!“
-
Þegar þú reynir að hæfæva 5 ára gamalt barn þitt, en hún bara glottir og hristir hausinn