Þegar „sofa út“ er farið að þýða vakna við vekjarann en ekki börnin
Tag: Sandra
-
Kókópöffs
Þegar dæturnar biðja um (annarra manna) kókópöffs í bústað
Þegar dæturnar fá sér 3 skeiðar og gefa svo pabba til að klára
-
Andlitsmálning
Barn: „Ég ætla að mála á þér andlitið, pabbi? Hvað viltu vera?“
Pabbi: „Tígrisdýr!“
Barn: *sleikir pensil*
-
Klukka
Að kenna barni á klukku:
„Þú færð ís kl 7”
-
Ást
Sandra og Telma voru komnar á fætur kl. 6.15.
Kannski finnst þeim ég elska sig of mikið?
-
Uppeldi
Svipmyndir úr uppeldi:
Pabbi: „Hlustiði aldrei á pabba?“
…
P: „Hlustiði aldrei á pabba?“
…
P: „Hlustiði aldrei … æi!“
-
Dalir og Snæfellsnes
Grábrók Grábrók Grábrók Laugum í Sælingsdal Í bústað í Þurranesi Ance í pottinum í bústað í Þurranesi Útsýnið frá Þurranesi Útsýnið frá Þurranesi Hestar, siggimus og Telma Hestur Á Snæfellsnesi Kirkjufell -
Einþáttungur á matmálstíma
Pabbi læðist úr stofu og kíkir fyrir horn til að fylgjast með borðsiðum dætra sinna í laumi.
Sandra: “Hvað ertu að gera pabbi?”
Pabbi: “Ööö, ég er að njósna!”
S: “Ég sé alveg bumbuna þína pabbi!”
-
Débastían
Telma: „Ég á ekkert dót, bara Débastían“
Pabbi: „Bara hvað?!?“
Sandra: „Hann heitir Sebastían!“
-
Á skíðum
Telma á skíðum Sandra á skíðum Telma á skíðum Stelpurnar á skíðum í Vasarnica, Lettlandi
-
Kanínur
Sandra: „Pabbi, af hverju borða kanínur bara gulrætur og kál og gúrkur og svoleiðis?”
Pabbi: „Ööö … af því að þær kunna ekki að fara í búð og kaupa pylsur … og eiga ekki heldur neina peninga!”
Sandra: „Það þarf líka að kaupa gúrkur í búð…”