Tag: Sandra
-
Mamma: *skoðar mynd af rauðhærðu fólki* Dóttir: „Eru þetta nornir?“
-
Áfram Ísland!
Þau vildu sýna landsliðinu stuðning og teiknuðu mynd af leiknum á föstudaginn. Sandra soldið ánægð með sig
-
Gaman í Mosó
-
Sandra: *10 mín einræða um Hvolpasveit* Pabbi: „Já, er Kappi lögregluhundur?“ S: *hneyksluð* „Já pabbi! Ertu ekkert að fylgjast með?!?“
-
Eiffel turninn
Pabbi bendir á sjónvarpið: „Sjáiði stelpur, þetta er Eiffel-turninn! Hann er í París, í Frakklandi“ Sandra (6) hugsi: „Það má segja fokk í Eff-orða-turninum!“
-
Tvö!
Ísland skorar. Sandra brjálast, öskrar og dansar. Markið endursýnt. Sandra brjálast, öskrar og dansar: „Tvö!“
-
Sandra: „Pabbi, hvað heitir hæsta fjall í heiminum?“ Pabbi: „Everest fjall“ Sandra: „Everefst?“
-
Gleðifréttir!
Næstu gleraugu Söndru munu að líkindum ekki kosta 40 þúsund
-
„Pabbi, hvaða rugl er þetta? Að baða kött? Kettir þola ekki vatn!“ Tæplega 6 ára er Sandra skynsamari en höfundar Hvolpasveitar
-
Giskaðu
Barn: „Pabbi! Komdu í leik! Giskaðu á hvað ég er að segja!“ B: *Hönd fyrir munn. Munnur hreyfist í 4 mínútur* B: „Hvað sagði ég?“
-
Unglingaveikin
Ein fimm ára komin með unglingaveikina skömmu síðar sló í brýnu, varð persónulegt friðarumleitanir báru þó árangur um síðir
-
þegar þú mætir með dótturina á leikskólann og leikskólakennarinn segir við hana: „Hæ! Hvar eru gleraugun þín?“