Tag: Sandra

  • ég hef ekkert á móti börnum eða barnaafmælum, en við þurfum að taka umræðuna

  • Pabbi og mamma

  • Sandra fer á leikjanámskeið á mánudag: „Ég er að fara á námskeið, en Telma er ekki að fara á námskeið“

    Telma: „Ég vil líka nammiskeið!“

  • Matseðill

    Erum að gera tilraun með myndrænan matseðil. Ákveðum semsagt á sunnudegi hvað við ætlum að hafa í matinn alla vikuna. Höfum stelpurnar með í þessu og leyfum þeim að velja (innan vissra marka!). Þær hjálpa líka að prenta myndir, klippa út og líma á matseðilinn.

    Þetta er frábær hugmynd og við getum mælt með henni: Allir geta auðveldlega fylgst með því hvað er í matinn hvenær og ef einhver er með erfiðar séróskir eða biður um eftirrétt er mjög auðvelt að benda bara á matseðilinn.

    En það borgar sig að fylla matseðilinn vandlega út. Í fyrstu vikunni læddist Telma (4,5 ára) þegar við sáum ekki til og teiknaði ís í alla auðu reitina.

  • Dætur að leik:

    Dóttir 1: „Ég er súperheró. Hvað ert þú?“

    Dóttir 2: „Ég er mamma súperheró“

  • „Nei, ástin mín, hesturinn er ekki að kúka“

    Þegar heimsókn í Húsdýragarðinn breytist í líffræðikennslu

  • Tragedía

    á pari við að missa foreldri

  • Úti lega

    Sendum stelpurnar í útilegu til að fá smá frið

  • Sandra skrifar

    Sandra, sem byrjar í skóla í haust, er orðin svo flink að skrifa!

  • „Svona talarðu ekki við eldra fólk!“

    Eldri og lífsreyndari stóra systir, Sandra (6), við Telmu (4,5)

  • Fyrsta skiptið

    Hún sagði apótek þegar hún ætlaði að segja bakarí!

  • Læknisleikur

    Læknisleikur með Söndru er keppnis