„Þú ert svo neikvæður!“
Ein 6 ára ekki sátt með pabba sinn, sem vildi ekki kaupa neitt sem hún bað um í búðinni…
„Þú ert svo neikvæður!“
Ein 6 ára ekki sátt með pabba sinn, sem vildi ekki kaupa neitt sem hún bað um í búðinni…
Klukkan: *er 6.15*
Barn: „Pabbi, hvar er peningurinn?“
Pabbi: „Peningurinn?!“
Á þessari stundu er unnið að því að kæra Tannálfinn til Mannréttindadómstóls Evrópu
Hér eru tvær stelpur með lítil hjörtu sem standa fyrir framan sjónvarpið til að geta verið fljótar að forða sér inn í herbergi þegar spennan verður óbærileg í Línu Langsokk
ég mun aldrei aldrei aldrei aldrei hætta alveg að elska dætur mínar
en ást mín nær vissulega ákveðnu lágmarki þegar þær vekja mig kl 6.10
Þegar
veistu af hverju fólk varaði þig við hinu ógurlega fyrirbæri “outnumbered”
Sandra „bakaði“ fyrir afmæli Rósu, sem er einmitt ósýnilegi leynivinur hennar
Kom heim og fann stelpurnar í eldhúsinu með ristaða brauðsneið, eins og dáleiddar en samt skríkjandi af gleði — að horfa á smjör bráðna
Stelpurnar (6 & 4,5 ára) á fyrstu skautaæfingunni
Þær: meira á bossanum en uppréttar
Ég: passa að þær sjái mig ekki veina af hlátri
Double trouble on the ice
Mamma: „Pabbi! Þú ert kominn snemma heim!“
Pabbi: „Já, ég var svo duglegur í vinnunni.“
Sandra: „Varst þú duglegastur?“
Pabbi: „Ööö… já!“
Sandra: „En hver var óþekkastur?“
Þegar tanndísin áttaði sig á því seint í gærvöldi að einu hundraðkallarnir sem til voru á heimilinu voru í sparibauk lítillar tannlausrar stúlku
Það er ekki tekið út með sældinni að vera foreldri. Meðal þess sem komið getur upp er að lesa fyrir heilan leikskóla af börnum, böngsum og broddgöltum, og eina blöðru