Tag: Sandra

  • Klukkan: *er 6.15* Barn: „Pabbi, hvar er peningurinn?“ Pabbi: „Peningurinn?!“ Á þessari stundu er unnið að því að kæra Tannálfinn til Mannréttindadómstóls Evrópu

  • Hér eru tvær stelpur með lítil hjörtu sem standa fyrir framan sjónvarpið til að geta verið fljótar að forða sér inn í herbergi þegar spennan verður óbærileg í Línu Langsokk

  • ég mun aldrei aldrei aldrei aldrei hætta alveg að elska dætur mínar en ást mín nær vissulega ákveðnu lágmarki þegar þær vekja mig kl 6.10

  • Þegar veistu af hverju fólk varaði þig við hinu ógurlega fyrirbæri “outnumbered”

  • Sandra „bakaði“ fyrir afmæli Rósu, sem er einmitt ósýnilegi leynivinur hennar

  • Kom heim og fann stelpurnar í eldhúsinu með ristaða brauðsneið, eins og dáleiddar en samt skríkjandi af gleði — að horfa á smjör bráðna

  • Stelpurnar (6 & 4,5 ára) á fyrstu skautaæfingunni Þær: meira á bossanum en uppréttar Ég: passa að þær sjái mig ekki veina af hlátri

  • Double trouble on the ice

  • Mamma: „Pabbi! Þú ert kominn snemma heim!“ Pabbi: „Já, ég var svo duglegur í vinnunni.“ Sandra: „Varst þú duglegastur?“ Pabbi: „Ööö… já!“ Sandra: „En hver var óþekkastur?“

  • Þegar tanndísin áttaði sig á því seint í gærvöldi að einu hundraðkallarnir sem til voru á heimilinu voru í sparibauk lítillar tannlausrar stúlku

  • Það er ekki tekið út með sældinni að vera foreldri. Meðal þess sem komið getur upp er að lesa fyrir heilan leikskóla af börnum, böngsum og broddgöltum, og eina blöðru

  • ég hef ekkert á móti börnum eða barnaafmælum, en við þurfum að taka umræðuna