Tag: Sandra

  • „Mig langar í heimsókn til Þriðriku!“

  • „Pabbi, syngja!“ Sandra 3x í nótt þegar ég dottaði þar sem ég sat á gólfinu og söng svo hún gæti sofnað aftur

  • Að spila hangman við 4 og 6 ára börn er athyglisverð skemmtun

  • Stelpurnar voru að fara að sofa og Sandra bað mig að syngja Gamla Nóa. Pabbi: „Tja, það er reyndar ekki vögguvísa, en hvaða útgáfu? Keyrir kassabíl?“ Telma: „Er að fokka fokk“ Ég kann það reyndar ekki, en hún kvartaði ekkert þegar ég söng „er að poppa popp“

  • Útidyrnar voru opnaðar 4x á 5 mín. Þegar ég athugaði kom í ljós að dæturnar höfðu fengið heilan herskara af ósýnilegum leynivinum í heimsókn

  • Gaf stelpunum kökubita. Sandra hámaði sinn í sig og byrjaði að væla og suða um meira meðan Telma maulaði í rólegheitum. Á endanum fékk Telma nóg af jarminu í stóru systur… Telma: „Vá, þú ert bara komin með vælupest!“

  • Halloween

  • Sandra: „Pabbi, Dóta læknir er sko alvöru plat mynd!“ Pabbi: „Nú?“ S: „Játs! Lifandi dót!“

  • Þessa dagana syngur Sandra frumsamið lag hástöfum: Remúlaði í mörg ár! Hver vill syngja með mér? 

  • Mismæli

    trúðapiss mannveskja flottavél

  • Í Krónunni í Mosó.Sandra potar í pabba sinn og bendir mjög áberandi „Pabbi! Sérðu manninn þarna … Pabbi, sérðu hann! … Sjáðu pabbi, hann er þarna!!“Pabbi lítur upp og þarna stendur í öllu sínu veldi Gunnar (Gussi) Jónsson (lék Fúsa í Fúsa).Hikandi, örlítið smeykur pabbi: „Ööö, við skulum ekki hérna … það er ekki fallegt…

  • „Þú ert svo neikvæður!“ Ein 6 ára ekki sátt með pabba sinn, sem vildi ekki kaupa neitt sem hún bað um í búðinni…