Tag: Sandra

  • Sandra, 6 ára, kennir Telmu, 5 ára, að daba

  • Sandra stuggar aðeins við Telmu á leið út um dyrnar.

    Telma, grátandi: „Það á ekki að hrinda fólki! Hún var að hrinda fólki!“

  • Æðislegar buxur

    Ég veit að það lítur út eins og Sandra haldi á ljósmynd af mér ískrandi af gleði yfir nýjum og æðislegum buxum, en (haldið ykkur fast!!) þetta er í raun og veru mynd sem Sandra teiknaði af mér ískrandi af gleði yfir nýjum og æðislegum buxum

    PS: Nei, ég er ekki að tromma á ístruna, ég er auðvitað að benda á þessar æðislegu buxur

    PSS: Nei, ég á ekki svona nýjar og æðislegar buxur í alvörunni 🙁

  • 6 ára sýnir 5 ára hvernig á að nota brjóstapumpu

  • Stelpurnar horfa á „Krakkaskaup fyrir fullorðna“ (Áramótaskaupið) í 7. skipti.

    Sandra (6 ára) er að útskýra Magnús Magnús Magnússon brandarann úr áramótaskaupinu fyrir Telmu (5 ára eftir 20 daga)

  • Börn spila Alias

    „Krakkar vilja fljúga með þessu!“

    Sandra náði því í þriðja giski: Teppi, að sjálfsögðu!


    „Rautt með stiga og maður keyrir“

    -Brunabíll!

  • Útför

    Stelpurnar voru rólegar í klukkutíma. Þegar við tékkuðum var í gangi útför sem virtist vera að ná hámarki með hjartnæmum einleik á fiðlu

    Löggan var öllum harmdauði, ekki síst höfrungnum

  • 6 ára dóttir mín er að útskýra Magnús Magnús Magnússon brandarann úr áramótaskaupinu fyrir 5 ára systur sinni

  • „Pabbi, er þetta Krakkaskaup fyrir fullorðna?“

  • Sandra vs Primal Scream. Hvor er betri?

  • Raula. Kortér. Ekkert lífsmark. Sperri eyrun. Rýni inn í myrkrið. Getur það verið? Örlitið meira bí bí og blaka til öryggis. Eru þær virkilega sofnaðar?

    „Pabbi, heitir Djöstin Bíber Djöstin Bíber?“

  • Ekki Hofsgrund

    Sandra: „Við erum ekki að keyra á Hofsgrund núna!“

    Pabbi: „Nú, er það ekki? Hvað heitir gatan þá?“

    S: „Kjúklingasúpugrund!“