Tag: Sandra

  • Jákvæðar niðurstöður

    Samkvæmt vísindalegri könnun eru það bara Telma og Bubbi (ósýnilegi vinurinn) sem nenna ekki í leik

  • Sandra teiknar

    Sandra teiknar

    Í gærkvöldi spurði Sandra spyr mig hvað hún ætti að teikna og teiknaði það svo…

    Þetta voru svo dásamlegar myndir að ég varð að setja þær hér inn og mun (vonandi) þurfa að uppfæra þetta reglulega ef myndir bætast við

  • Fimmtíu milljón

    Sandra: „Ég skal borga þér fimmtíu milljón fyrir að kitla á mér bakið!“

    Albert: *hugsi* „Áttu fimmtíu milljón?“

    Albert: *kitlar*

    Albert: *hugsi* „Fimmtíu milljón hvað?“

  • Er Albert Albert?

    Sandra: „Mér líður soldið eins og Albert sé ekki Albert!“

    Albert: „Mér líka!“

  • Albert

    Úti með hund og börn í brunagaddi (-12°c)

    Hundur: *hleypur um og borðar snjó*

    Börn: *hlaupa um og borða snjó*

    Pabbi: *tennurnar glamra þó hann sé í öllum fötunum sínum*

  • Stytta biðina

    Þegar þú ferð með börnunum út í fótbolta á aðfangadag til hjálpa þeim að að stytta biðina, en endar svo á því að dúndra boltanum í smettið á dóttur þinni og brjóta gleraugun hennar

  • Hættu!

    Albert og Sandra voru að tuskast á

    Albert fékk nóg: „Hættu“

    Sandra hætti ekki.

    Albert: „Ég sagði hættu! Virðaðu það!“

  • Bingó!

    Spennan er óbærileg

  • Barn 1: „Hvað sagði sushi-ið við býfluguna?“

    Barn 2: *yppir öxlum*

    B1: „Wasabi!“

  • Læknisleikur

    Skapandi börn í læknisleik

    Ég slysaðist inn á skurðstofu á versta tíma

  • Skapandi börn í læknaleik

    Ég slysaðist inn á skurðstofu á versta tíma

  • Feðradagurinn

    Sandra: „Ég veit að feðradagurinn er eftir 2 daga en ég vildi gefa þér þetta strax!“