Tag: Sandra

  • mús í sundi

    Minns í sundi. Svört skýla, sundgleraugu, bumba og allt

  • Sjö?

    Telma: „1, 2, 3, 4, 5, 6, 8, 9…“

    Sandra: „Nei! 1, 2, 3, 4, 5, 6, SJÖ! 8, 9“

    T, kjökrandi: „Þú ræður ekki yfir mér!“

  • Sandra sá mömmu skrifa tengiskrift. Það gengur ekki.

    Gerði verkefni sem mamma þarf að skila á morgun

  • Einu sinni voru tvær kindur.

    Kind 1: „Me!“

    Kind 2: „Einmitt það sem ég ætlaði að segja!“

  • Steingrímur

    Í fjörunni í gær.

    Sandra: „Ég fann Steingrím!“

    Pabbi: „Haaa?“

    S: „Ég fann annan Steingrím!“

    Sýnir.

    P: „Ó, þú meinar steingerving!“

  • 18 ára

    Sandra, 6 ára: „Þegar maður verður 18 ára ráða pabbi og mamma ekki lengur yfir manni! Þá má maður gera hvað sem er … fara út í sjoppu og kaupa tyggjó og svona!“

  • „Veistu, ég held það sé ekki alveg nóg að skrifa „Amma“ á bréfið til ömmu í Lettlandi“

  • Tómatsósa

    Sandra: „Tómatsósu!“

    Pabbi: „Nei, þú ert búin með matinn! … þú færð ekki eintóma tómatsósu!“

    S: „Af hverju ekki?“

  • systur skipta góssi bróðurlega milli sín

  • Hár

    Egill Helga: *er í sjónvarpinu*

    Sandra. „Er þetta alvöru hár??!“

    Pabbi: *reynir að flissa ekki*

    S: “Þetta lítur út eins og frosið gras!“


    Uppfært 9. júní 2017:

    Haukur Hólm: *er í sjónvarpinu*

    Sandra: „Pabbi, er þetta alvöru hár?“

  • Fiskur í raspi búinn.

    Pabbi: „Nei, ástin mín, þú mátt ekki fá eintómt remúlaði!“

    Barn: „En ég ætla líka að fá mér kartöflur!“

  • Börnin borða

    Sandra les: „„…og börnin borða sig“ … what?!?“

    Lítur á mig með angistarsvip og skilur ekki neitt.

    Flettir á næstu blaðsíðu og heldur áfram: „…södd.“