Tag: Sandra

  • Ekkert fær stöðvað

    „Ekkert fær stöðvað Prumpu-Söndru!“

    -7 ára dóttir mín, einmitt þegar ég hélt ég gæti ekki elskað börnin mín meira

  • Sandra veltist um gólfið af hlátri þegar Heimilistónar byrjuðu „Fyndnasta lag í heimi“

  • Hvaða lag?

    Sandra: ??

    Telma: ??

    S: „Hvaða lag ertu að syngja?“

    T: „Sama og þú“

    S: ?

    T: „…en ég kann það ekki…“

  • Dökkklæddur maður með úfið hár situr þögull og hreyfingarlaus í rökkrinu með eyrun sperrt og bíður þess að 18 mánaða sonur sinn sofni.

    5 mínútur. Ekkert hljóð.

    Skyndilega heyrist mikill skarkali; eldri systur drengsins eru með háreysti frammi.

    Út úr myrkrinu heyrist óánægjustuna og lágvært „usssssss!“

  • Emil

    Þegar þarf að sækja börnin snemma í skóla og leikskóla vegna veðurs er gott að horfa á smá Emil

  • Sjö ára stúlka við Boga Ágústsson: „Átta músagildrur?“

    Pabbi hækkar í sjónvarpinu: „Ég held hann hafi sagt átta umsækjendur“

  • Þegar börnin fara allt of seint að sofa af því þú getur ekki hætt að lesa

  • Sandra og Telma hafa tvær stillingar þegar kemur að ferðum á prívatið:

    Klósettið er laust:
    – Neinei, ég þarf aldrei aftur að fara á klósettið

    Ég er á klósettinu:
    – EF ÉG ÞARF AÐ BÍÐA MEIRA EN ÞRJÁR SEKÚNDUR DEY ÉG!!

  • Salerni

    Dætur mínar hafa tvær stillingar þegar kemur að ferðum á salernið:

    Klósettið er laust: „Neinei, ég þarf aldrei aftur að fara á klósettið“

    Ég er á klósettinu: „EF ÉG ÞARF AÐ BÍÐA MEIRA EN ÞRJÁR SEKÚNDUR DEY ÉG!!“

  • Má ég fá ís?

    Sandra: „Pabbi, má ég fá ís?“

    Pabbi: „Varstu ekki búin að spyrja mömmu þína? Hvað sagði hún?“

    S: „Hún sagði nei“

    P: „Og ég segi líka nei“

    S: „Pabbi … þú átt ekki alltaf að herma eftir mömmu“


  • Í sjónvarpinu birtist auglýsing fyrir Ófærð 2.

    Sandra: „Pabbi, var verið að auglýsa eitthvað sem verður í sjónvarpinu eða bara að segja fólki að passa sig að drepa ekki fólk?“