„Ekkert fær stöðvað Prumpu-Söndru!“
-7 ára dóttir mín, einmitt þegar ég hélt ég gæti ekki elskað börnin mín meira
„Ekkert fær stöðvað Prumpu-Söndru!“
-7 ára dóttir mín, einmitt þegar ég hélt ég gæti ekki elskað börnin mín meira
Sandra veltist um gólfið af hlátri þegar Heimilistónar byrjuðu „Fyndnasta lag í heimi“
Dökkklæddur maður með úfið hár situr þögull og hreyfingarlaus í rökkrinu með eyrun sperrt og bíður þess að 18 mánaða sonur sinn sofni.
5 mínútur. Ekkert hljóð.
Skyndilega heyrist mikill skarkali; eldri systur drengsins eru með háreysti frammi.
Út úr myrkrinu heyrist óánægjustuna og lágvært „usssssss!“
Þegar þarf að sækja börnin snemma í skóla og leikskóla vegna veðurs er gott að horfa á smá Emil
Sjö ára stúlka við Boga Ágústsson: „Átta músagildrur?“
Pabbi hækkar í sjónvarpinu: „Ég held hann hafi sagt átta umsækjendur“
Þegar börnin fara allt of seint að sofa af því þú getur ekki hætt að lesa
Sandra og Telma hafa tvær stillingar þegar kemur að ferðum á prívatið:
Klósettið er laust:
– Neinei, ég þarf aldrei aftur að fara á klósettið
Ég er á klósettinu:
– EF ÉG ÞARF AÐ BÍÐA MEIRA EN ÞRJÁR SEKÚNDUR DEY ÉG!!
Dætur mínar hafa tvær stillingar þegar kemur að ferðum á salernið:
Klósettið er laust: „Neinei, ég þarf aldrei aftur að fara á klósettið“
Ég er á klósettinu: „EF ÉG ÞARF AÐ BÍÐA MEIRA EN ÞRJÁR SEKÚNDUR DEY ÉG!!“
Sandra: „Pabbi, má ég fá ís?“
Pabbi: „Varstu ekki búin að spyrja mömmu þína? Hvað sagði hún?“
S: „Hún sagði nei“
P: „Og ég segi líka nei“
S: „Pabbi … þú átt ekki alltaf að herma eftir mömmu“
Barn: „Pabbi, má ég fá ís?“
— siggi mús (@siggimus) January 3, 2018
Pabbi: „Varstu ekki búin að spyrja mömmu þína? Hvað sagði hún?“
B: „Hún sagði nei“
P: „Og ég segi líka nei“
B: „Pabbi … þú átt ekki alltaf að herma eftir mömmu“#pabbatwitter
Í sjónvarpinu birtist auglýsing fyrir Ófærð 2.
Sandra: „Pabbi, var verið að auglýsa eitthvað sem verður í sjónvarpinu eða bara að segja fólki að passa sig að drepa ekki fólk?“